Fara á efnissvæði

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Ragnheiður byrjaði í stjórn Ungmennafélagsins Drangs aðeins 14 ára gömul og varð síðar formaður smeinaðs Umf. í Mýrdlshreppi Umf. Kötlu. Hún hefur setið í stjórn USVS nokkrum sinnum og var formaður um tíma, seinast á árunum 2011 - 2014. Hún var einnig framkvæmdastjóri USVS um nokkura ára skeið.

Í dag er hún í stjórn UMFÍ og hefur setið þar í 10 ár. 

Ragnheiður var félagi í Kvennfélagi Hvammshrepps til margra ára og formaður þess á tímabili. Þá var hún gjaldkeri björgunarsveitarinnar Víkverja í  8 ár og í stjórn Víkurdeildar RKÍ um nokkura ára skeið

Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Ég hef átt mjög gott og skemmtilegt samstarf innna UMFI bæði við fólk víðsvegar úr hreyfingunni aðra stjórnarmenn og starfsfólk. Ég vil að allar raddir fái að njóta sín innan UMFI. Við þurfum að fylgja tímanum og nútímavæðast án þess að tapa öllum okkar gömlu og góðu gildum, og tel ég mig fylgja því.