Fara á efnissvæði

Framboð til varastjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Ég starfa sem deildarstjóri hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi, ásamt því að þjálfa meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum. Ég hef setið í varastjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings frá febrúar 2021.

Á kjörtímabilinu 2014-2018, sat ég í forvarnar- og frístundanefnd Kópavogs.

Ég hef starfað sem fimleikaþjálfari frá árinu 2014 og komið að þjálfun barna á öllum aldri á þeim tima. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að fjölga iðkendum Gerplu sem eru með fötlun. Jafnframt hef ég reynslu af verkefnastjórnun viðburða, allt frá 60 þátttakendum upp í viðburði þar sem 1500 iðkendur og 2500 áhorfendur koma að. 

Ég er með BA gráðu í lögfræði og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu. Jafnframt hef ég lokið diplóma í gegnum Akademias af námskeiði sem ber nafnið, leiðtogi í verkefnastjórnun.

Annað sem frambjóðandi vill taka fram: 
Ég býð fram mína krafta af gríðarlegum áhuga og ástríðu á ungmennastarfi. Ég mun gefa mig heilshugar í þetta verkefni og hlakka til að hitta ykkur og kynna mig betur á þinginu.