Framboð til stjórnar UMFÍ
Sambandsaðili: Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE)

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur:
Er formaður stjórnar Ungmennasambands Eyjafjarðar og hef verið tvö kjörtímabil. Hef verið nokkrum sinnum í stjórn Umf. Samherjar í Eyjafjarðarsveit. Var eitt kjörtímabil í stjórn Borðtennissambands Íslands.
Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Er með þjálfararéttindi í badminton og hef sótt ITTF þjálfaranámskeið í borðtennis. (International Table Tennis Federation). Hef þjálfað borðtennis hjá Umf. Samherjar síðustu 8 ár. Jafnframt er ég með dómararéttindi í knattspyrnu og hef dæmt fyrir KSÍ. Er líka með dómararéttindi í frisbígolfi og hef þess vegna sinnt mótsstjórn á
þannig mótum hér á Norðurlandi. Spila bandý með Umf. Samherjar og hef tekið að mér störf fyrir bandýnefnd - fararstjórn á mótum og þess háttar. Ég hef góða almenna tölvukunnáttu ásamt góðri bókhaldsþekkingu sem ég tel að sé mikilvæg fyrir setu í stjórn UMFÍ auk ofantalinna starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Ég tel að breiður bakgrunnur minn geti nýst afar vel í stjórn eða varastjórn UMFÍ.