Velkomin á Unglingalandsmót
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina (31. júlí - 3. ágúst 2025). Mótið er íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem 11 - 18 ára þátttakendur reyna með sér í um 20 íþróttagreinum.

Mótið 2025
Alla daga mótsins verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mótið fer fram í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og sveitarfélagið Múlaþing.
Þátttökugjald er 9.900 krónur.

Hér skráir þú þig!
Skráning er opin á Unglingalandsmót UMFÍ 2025. Með skráningargjaldi fylgir aðgangur að tjaldstæði og allri afþreyingu. Aðeins þarf að greiða sérstaklega fyrir rafmagn. UMFÍ nýtir netföng sem skráð eru við skráningu til þess að koma á framfæri upplýsingum um viðburðinn. Með skráningunni gefa þátttakendur heimild fyrir því að nýta þær myndir og myndbönd sem verða teknar á viðburðinum og nýta þær í útgáfustarfsemi UMFÍ. Með skráningu gefa þátttakendur leyfi til þess að nöfn þeirra séu birt á heimasíðu UMFÍ vegna birtingu ráslista og úrslita. Ef þú ert með spurningu er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is. Skráningafrestur er til 27. júlí.
Fréttir af Unglingalandsmóti

23. júlí 2025
Prikhestar í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti
„Undirtektirnar eru alltaf góðar. Börn finna sig á prikhestunum og foreldrarnir gleðjast yfir ánægju barnanna,“ segir Guðný María Waage. Prikhestar verða í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

22. júlí 2025
Fleiri í hverju liði í grasblaki
Við vekjum athygli á því að breyting hefur verið gerð í grasblaki. Nú geta sex verið saman í hverju liði og fjórir inni á vellinum í einu. Þetta gerir leikinn miklu hraðari, enn meira spennandi og gríðarlega hressandi.

22. júlí 2025
Hvernig skrái ég mig í greinar?
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina stendur yfir og lýkur sunnudaginn 27. júlí. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um skráningu í greinar.

Upplifun þátttakenda 2024
55%
45%
Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2024 var eftirfarandi
92%
92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel
98%
98% þátttakenda myndu mæla með mótinu við aðra
Upplýsingar
Aðildarfélög UÍA
Ungmenna- og íþróttsamband Austurlands (UÍA) býður öllum börnum og ungmennum 11-18 á sambanssvæðinu á mótið. Innifalið í boðinu er aðgangur að tjaldsvæði.
Úrslit frá Unglingalandsmóti
Hér er hægt að skoða úrslit ársins 2024.
Saga Unglingalandsmóts
Hér er hægt að lesa allt um sögu Unglingalandsmóts UMFÍ frá tilurð þess.
Reglugerðir og verðlaun Unglingalandsmóts
Ýmis verðlaun og heiðranir sem veittar eru í kringum Unglingalandsmót UMFÍ.