Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Algengar spurningar

Svör við algengum spurningum

  • Þegar þú kemur á Sauðárkrók þá er það fyrsta sem þú gerir að koma við í þjónustumiðstöð mótsins og ná í armbandið þitt. Þjónustumiðstöðin er í Árskóla sem er við íþróttasvæðið. 

    Allir þátttakendur 11 - 18 ára á Unglingalandsmóti fá armband sem þeir þurfa að hafa alla mótsdagana. Þetta armband veitir þeim aðgang að öllum keppnisgreinum sem þau hafa skráð sig í og einnig aðgang að allri dagskrá mótsins. Yngri systkini, 10 ára og yngri geta einnig fengið armband sem ekkert kosta og eru í raun bara til að þau séu með í veislunni.

    Ef armbandið slitnar á meðan mótinu stendur þá kemur þú með það í þjónustumiðstöðina og færð nýtt armband afhent.

  • Ert þú að velta því fyrir þér hvort yngri systkini geti komið með?

    Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Öll ungmenni 11–18 ára geta tekið þátt í íþróttagreinum mótsins. Árið gildir.

    Börn yngri en 10 ára fá líka fjölmörg verkefni eins og foreldrarnir. Það verður líf og fjör á mótinu frá morgni til kvölds alla mótsdagana. Hér eru nokkur sýnishorn af því sem boðið verður uppá fyrir þau sem eru 10 ára og yngri: Fótboltafjör, fótboltapanna, frjálsíþróttaleikar, sundleikar, hæfileikasvið, kvöldvökur, tónleikar og margt fleira. Öll afþreying er opin og kostar ekki krónu.

    Börn í fylgd fullorðinna á mótinu greiða ekkert þátttökugjald. Ekki er gert ráð fyrir því að börn og ungmenni yngri en 18 ára séu á eigin vegum á mótinu.

  • Þjónustumiðstöð mótsins verður staðsett í Árskóla sem er við íþróttasvæðið á Sauðárkróki.

    Mótsstjórnin er opin alla mótsdagana og þar er hægt að fá upplýsingar um allt er varðar mótið og mótahaldið.

    Í mótsstjórn fá keppendur afhent armbönd sem er forsenda fyrir þátttöku í keppninni. Án armbands getur enginn keppt. Yngri systkini geta einnig fengið armband.

    Ef armbandið slitnar á meðan mótinu stendur þá kemur þú með það í þjónustumiðstöðina og færð nýtt armband afhent.

  • Íþróttasvæðið á Sauðárkróki er í hjarta bæjarins. Tjaldsvæðið er staðsett á Nöfunum fyrir ofan íþróttasvæðið og allt er í göngufæri. Auðvitað bönnum við ekki bíla á mótinu en fjölmörg bílastæði eru við íþróttasvæðið. Við værum hinsvegar þakklát ef þeir yrðu notaðir sem minnst.

  • Dagskrá mótsins er að sjá hér

    Íþróttakeppnin er í aðalhlutverki en samhliða henni eru fjölmargir viðburðir sem vert er að veita athygli. Þetta eru viðburðir fyrir allan aldur og allir eru þeir ókeypis. Tónleikar eru öll kvöldin í stóru tjaldi á tjaldsvæðinu og síðan minni viðburðir út um allt.

  • Sumir geta ekki verið án dýranna sinna. Við hvetjum hins vegar ekki bændur til að taka með bústofna sína en minni spámenn eru velkomnir. Hundar skulu ætíð vera í bandi en dýr eru allment ekki leyfð á íþróttasvæðinu. 

  • Það er einfalt mál að komast til Sauðárkróks.

    Hér eru nokkrar vegalengdir:

    • Akureyri 120 km.
    • Borgarnes 216 km.
    • Egilsstaðir 329 km.
    • Höfn 552 km.
    • Ísafjörður 462 km. 
    • Reykjavík 290 km.
    • Selfoss 342 km.
  • Við hvetjum mótsgesti til að gista á tjaldsvæði mótsins sem er staðsett á Nöfunum fyrir ofan íþróttasvæðið á Sauðárkróki. Tjaldsvæðið er sérstaklega útbúið fyrir Unglingalandsmótið og er gjaldfrjálst fyrir gesti mótsins. Þeir sem þess óska geta fengið aðgang að rafmagni fyrir kr. 5.000.- fyrir alla helgina.
     
    Snyrtingar og rennandi vatn eru á tjaldsvæðinu og eru mótsgestir beðnir að ganga vel um.

    Sérstakar tjaldbúðareglur gilda á svæðinu. Tjaldsvæðið opnar um hádegi fimmtudaginn 3. ágúst. Mótshaldarar minna tjaldsvæðagesti að vera með breyti- og millistykki til að tengjast rafmagninu. 

    Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á tjaldsvæðinu allan sólarhringinn til að gæta öryggis tjaldbúðagesta.

    Auk þess bendum við á almennt tjaldsvæði sem er við hlið íþróttasvæðisins og svo eru önnur frábær tjaldsvæði víða í Skagafirði.

  • Hraðbankar eru í Arion banka og í Landsbankanum sem eru ekki langt frá íþróttasvæðinu.

  • Það getur verið ruglingslegt og flókið að skilja allt tal um íþróttahérað, sambandsaðila og félög. UMFÍ er landssamband fyrir íþrótta- og ungmennafélög um allt land. Þau geta átt aðild að UMFÍ í gegnum sitt íþróttahérað eða með beinni aðild.

    Alls eru um 480 félög innan UMFÍ í gegnum 22 íþróttahérað og fimm félög með beina aðild. 

    Dæmi:
    Jón býr í Reykjavík og æfir körfubolta með Val. Íþróttafélagið Valur er félag undir Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) sem er sambandsaðili UMFÍ. Jón tilheyrir því ÍBR á Unglingalandsmótinu.

    Gunna æfir frjálsar með Tindastóli. Tindastóll er aðildarfélag Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem er sambandsaðili UMFÍ. Gunna tilheyrir því UMSS á mótinu. 

    Hvaða sambandsaðila tilheyrir þú?
    Hér er að finna lista yfir landshluta, íþróttahéruð og félög með beina aðild.

    Höfuðborgarsvæðið

    • UMSK – Ungmennasamband Kjalarnesþings
    • V – Ungmennafélagið Vesturhlíð
    • ÍBR – Íþróttabandalag Reykjavíkur
    • ÍBH - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

    Vesturland

    • HSH – Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
    • UDN – Ungmennasamband Dalamanna og N Breiðfirðinga
    • UMSB – Ungmennasamband Borgarfjarðar
    • USAH – Ungmennasamband Austur Húnvetninga
    • USVH – Ungmennasamband Vestur Húnvetninga
    • ÍA – Íþróttabandalag Akraness

    Vestfirðir

    • HSS – Héraðssamband Strandamanna
    • HHF – Héraðssambandið Hrafnaflóki
    • HSB- Héraðssamband Bolungarvíkur
    • HSV – Héraðssamband Vestfirðinga

    Norðurland

    • HSÞ – Héraðssamband Þingeyinga
    • UÍF – Ungmanna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar
    • UMSE – Ungmennasamband Eyjafjarðar
    • UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
    • ÍBA – Íþróttabandalag Akureyrar

    Austurland

    • UÍA – Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands

    Suðurland

    • HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
    • USÚ – Ungmennasambandið Úlfljótur
    • USVS – Ungmennasamband Vestur Skaftafellssýslu

    Suðurnes

    • Keflavík Íþrótta og ungmennafélag
    • UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur
    • UMFN – Ungmennafélag Njarðvíkur
    • UMFÞ – Ungmennafélagið Þróttur
  • Allir sem eru 11 - 18 ára á árinu geta skráð sig til keppni á mótinu. Þú þarft ekki að vera í íþrótta- eða ungmennafélagi til þess að geta tekið þátt, allir geta verið með.

    Fjöldi keppnisgreina er í boði og allir ættu því að finna keppnisgrein við sitt hæfi. Það er mikilvægt að keppendur taki þátt á sínum forsendum og hafi gleðina í fyrsta sæti.

    Vissulega hafa allar keppnisgreinarnar sínar reglur sem allir þurfa að virða og fara eftir. Keppendur geta tekið þátt í eins mörgum greinum og þeir treysta sér til. Mikilvægt er samt að skoða tímasetningar vel því einhverjar keppnisgreinar eru á sama tíma. Það er líka mjög mikilvægt að mæta til keppni ef búið er að skrá sig í ákveðna grein.

    Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum greinum, gull, silfur og brons.

  • Nei, ekki í öllum greinum. Sumar eru fyrir ákveðna aldursflokka. Mikilvægt er að skokða aldursflokka greinanna. Svo er líka ljóst að enginn getur keppt í öllum greinum mótsins. Þær eru of margar og einhverjar fara fram á sama tíma.

    Að þessu sögðu þá er bara eitt keppnisgjald og þeir sem það greiða geta valið sér keppnisgreinar að vild í samræmi við aldursflokka viðkomandi greinar.

  • Liðakeppni er í nokkrum greinum. Við skráningu í liðakeppni þarf hver og einn að ganga frá sinni skráningu og taka fram nafn á liði. Ekki er hægt að ganga frá skráningu fyrir heilt lið.  

    Ertu ekki með full skipað lið?
    Ef það eru t.d. tveir vinir sem skrá sig til leiks en vantar fleiri til þess að fullskipa liðið. Þá er heppilegast að finna nafn á liðið og skrá nafnið á liðinu. Við hjá UMFÍ munum svo sjá um að koma viðkomandi saman í lið. 

    Vantar þig lið?
    Ef einstaklingur hefur áhuga á að vera með í liði er heppilegast að skrá sig til leiks og skrifa inn "vantar lið" við liðskráninguna. Við hjá UMFÍ röðum viðkomandi svo í lið.

  • Allskonar veitingastaðir eru á Sauðárkróki. Góðar matvöruverslanir eru einnig á Króknum þannig að þá má alltaf fá eitthvað gott til að skella á grillið.

    Í stóru tjaldi á íþróttasvæðinu verður veitingasala sem verður opin frá morgni til kvölds.

  • Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2023 er samstarfsverkefni UMFÍ, UMSS og sveitarfélagsins Skagafjarðar.

  • Formleg mótssetning verður á Sauðárkróki á föstudagskvöldinu og hefst kl. 20:00. Í upphafi setningarinnar ganga allir keppendur inn á svæðið í röð, hver með sínum „liði”. Það er mikilvægt að allir keppendur mæti á mótssetninguna.

  • Að lokinni kvöldvöku á sunnudagskvöldinu er mótinu er formlega slitið. Lokaatriðið er heljarinnar flott flugeldasýning.

  • Óskilamunum verður safnað saman í þjónustumiðstöð mótsins sem er staðsett í Árskóla. Að loknu móti verður farið með þá í þjónustumiðstöð UMSS og UMFÍ á Sauðárkróki.

  • Það verður fjöldi ruslatunna um allt mótssvæðið. Hjálpaðu okkur að halda svæðinu snyrtilegu og henda rusli í tunnurnar. Við munum flokka eftir ákveðnu kerfi en upplýsingar um það verða á mótsstað.

    Umgengni sýnir innri mann er gott máltæki sem mótsgestir ættu að temja sér.

  • Salerni eru á tjaldsvæðinu. Þau eru einnig að finna í íþróttamannvirkjum og á keppnisstöðum mótsins. Svo eru þau að sjálfsögðu á veitingastöðum og í verslunum um allan bæ.

  • Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ fer fram hér

    Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti 31. júlí. 

    Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald, 8.900 kr. óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. Gjaldið þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið. Aðeins er greitt fyrir þátttakendur 11 – 18 ára. Frítt er fyrir systkini og foreldra. 

    Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Sendið póst á umfi@umfi.is.

    Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega. 

  • Í Skagafirði er að finna nokkrar góðar sundlaugar.  Á Sauðárkróki, á Hofsósi og í Varmahlíð eru góðar sundlaugar sem eru allar opnar.  Skráðir þátttakendur fá frítt í sund við að framvísa armbandi mótsins.

  • Það eru um 450 sjálfboðaliðar sem koma að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Það eru því miklar líkur á því að það verði sjálfboðaliði sem þú mætir í hinum ýmsu hlutverkum á mótinu. Sendu þeim bros og þakklæti fyrir að leggja sitt af mörkum við að gera mótið þitt að ánægjulegri upplifun.

  • Fyrir minni meiðsli er hægt að finna sjúkrakassa með plástrum og þess háttar í þjónustumiðstöð mótsins. Á tjaldsvæðinu er björgunarsveitarfólk með sólarhringsvakt og þangað er alltaf hægt að leita. Ef meiðsli eru hinsvegar alvarleg skal hringja í 112.

    Lyfja er staðsett á Ártorgi 1, í húsnæði Skagfirðingabúðar.

    Opnunartími Lyfju:

    • Föstudagur 10:00 - 18:00
    • Laugardagur 11:00 - 13:00
  • Eftir að hafa stundað íþróttir allan daginn er frábært tækifæri að taka fram dansskóna og skemmta sér á kvöldin með gömlum og nýjum vinum. Á tjaldsvæðinu verður að finna risastórt tjald þar sem flottir listamenn koma til með að halda uppi stuði og stemningu. 

    • Fimmtudagur:  DJ Heisi
    • Föstudagur: Danssveit Dósa heldur uppi stuði og stemmningu.
    • Laugardagur: Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti og Valdís Valbjörnsdóttir 
    • Sunnudagur: Brekkusöngur: Magni Ásgeirsson, Arnór og Baldur, Guðrún Árný. Guðrún Árný og Magni sjá um að búa til skemmtilega stemmningu.
  • Vakin er athygli á því að allir þátttakendur á Unglingalandsmóts UMFÍ eru á eigin ábyrgð. Nú er því rétti tíminn til að leita að tryggingaplagginu og fara yfir skilmálana áður en mætt er á mótið til að tryggja að allt sé eins og það á að vera.

  • Það skiptir okkur öllu máli að allir gestir okkar séu öruggir og að þeim líði vel.  Fulltrúar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit sjá um gæslu á svæðinu og gera sitt til að tryggja öryggi mótsgesta. Við erum aftur á móti öll Almannavarnir og því eru mótsgestir hvattir til þess að sýna náungakærleik og leiðbeina þeim sem misstíga sig í samskiptum eða framkomu við aðra.

    Við biðlum til allra ökumanna að keyra varlega, bæði á leiðinni á mótið og frá því og eins á mótssvæðinu sjálfu.

  • Á mótinu verður að finna ýmiskonar afþreyingu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Engin skráning, bara mæta og njóta. 

    Hér er að finna allar upplýsingar um afþreyingu og skemmtun. 

Skrá mig á Unglingalandsmót

Þátttökugjald er 8.900kr. Innifalið í því er þátttaka í öllum keppnisgreinum, viðburðum og tjaldsvæði mótsins.

Skrá mig til leiks!