Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar

Borðtennis

Aldurs- og kynjaflokkar

  • Stúlkur 11 - 12 ára
  • Stúlkur 13 - 14 ára
  • Stúlkur 15 - 18 ára
  • Strákar 11 - 12 ára
  • Strákar 13 - 14 ára
  • Strákar 15 - 18 ára

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Einliðaleikur í riðlum, hver lota er 11 stig, en vinna þarf lotur með 2ja stiga mun. 

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í riðlum og fara efstu tveir leikmenn úr hverjum riðli og keppa í einföldum útslætti (ef fleiri en einn riðill er í flokki). Raðað verður í riðla samkvæmt styrkleikalista, sbr. 17. gr. keppnisreglna BTÍ. Mótið gildir til stiga á styrkleikalistanum. Leikmaður þarf að vinna 3 lotur til að vinna viðureignina, bæði í riðlunum og í útsláttarkeppninni.

Leikið verður með hvítum Stiga 3 stjörnu kúlum á sex keppnisborðum og veitir UMFÍ medalíur sem verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.