Fyrirmyndarbikar
Fyrirmyndabikar Unglingalandsmóts UMFÍ er afhentur á mótsslitum til þess héraðs-sambands eða íþróttabandalags sem hefur sýnt fyrirmyndarframkomu innan sem utan keppni. Mótshaldari skipar þriggja manna dómnefnd sem velja skal það héraðssamband/íþróttabandalag sem hlýtur bikarinn og skal UMFÍ tilnefnda einn fulltrúa í dómnefnd.
Reglugerð um Fyrirmyndarbikar
Eftirfarandi atriði skal dómnefnd um fyrirmyndarbikar UMFÍ hafa til hliðsjónar við val á fyrirmyndarfélagi á Unglingalandsmótum UMFÍ:
- Unglingalandsmót UMFÍ er undantekningarlaust vímulaus fjölskylduhátíð.
- Samstæð og glæsileg skrúðganga keppnisliðs og stuðningsfólks.
- Framkoma liðsfélaga, stuðningsmanna og fylgdarliðs sé prúð og háttvís og öll til fyrirmyndar innan og utan vallar.
- Samstaða keppnisliða, innan vallar og utan sem og við leik og á tjaldsvæðum.
- Jákvæð hvatning eigin liðs, heiðarleg framkoma og hrós til mótherja.
- Jákvætt viðmót keppenda og fylgdarliðs, laus við hroka og yfirgang.
- Jákvæð fjölskyldustemming á tjaldsvæðum.
- Undirbúningur þátttöku, skráning og samskipti við mótshaldara.
- Styrk og jákvæð fararstjórn og umsjón með keppendum og fjölskyldum þeirra.
- Reglum skal fylgt innan sem utan vallar.
Samþykkt á 48. sambandsþing UMFÍ 2013
Verðlaunahafar
ÁRTAL
FÉLAG
2023
USVS – Ungmennasamband Vestur Skafafellssýslu
2022
USVS – Ungmennasamband Vestur Skafafellssýslu
2019
HSÞ – Héraðssamband Þingeyinga
2018
UMSB – Ungmennasamband Borgarfjarðar
2017
UMSS – Ungmennasamband Skagafjarðar
2016
UFA – Ungmennafélag Akureyrar
2015
HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
2014
HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn
2013
UÍA – Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands
2012
Keflavík – Keflavík íþrótta og ungmennafélag
2011
UMSE – Ungmennasamband Eyjafjarðar
2010
HSÞ - Héraðssamband Þingeyinga
2009
HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn
2008
HSH – Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
2007
HSH - Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
2006
HSH - Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
2005
HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn
2004
HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn
2003
HSÞ - Héraðssamband Þingeyinga
2002
USVS - Ungmennasamband Vestur Skafafellssýslu
2000
UMSS - Ungmennasamband Skagafjarðar
1998
UMFÞ – Ungmennafélagið Þróttur
1995
HSH - Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
1992
HHF – Héraðssambandið Hrafnaflóki