Fara á efnissvæði

12. - 14. september 2025

Ungt fólk og lýðheilsa

Velkomin á Ungt fólk og lýðheilsu 2025

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa fer fram dagana 12. - 14. september 2025 að Reykjum í Hrútafirði. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er FÉLAGSLEGIR TÖFRAR. Töfrarnir vísa til mikilvægra en ósýnilegra gilda sem myndast í samskiptum og samveru fólks. Þeir móta hugmyndir, hegðun og sjálfsmynd fólks. Draga fólk hvert að öðru, gerir hóp að liði og samfélag að samfélagi. 

Ráðstefnan hefur það markmið að hvetja ungt fólk til þátttöku í félagsstarfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar á nýjan hátt, ekki aðeins með því að mæta á hefðbundar íþróttaæfingar. Þátttaka getur falið í sér að sitja í stjórn deildar eða félags, taka þátt í fjölbreyttu nefndarstarfi, aðstoða við fjáröflun, dómgæslu og/eða koma að móta- og viðburðahaldi. Með öðrum orðum er markmið viðburðarins að efla og viðhalda félagslegum töfrum ungs fólks - efla og styrkja félagslega heilsu þess. Að auki felur viðburðurinn í sér hellings hópefli, líkamlega hreyfingu og afþreyingu. Viðburðurinn tekur því á öllum hliðum lýðheilsu, þ.e. líkamlegri-, andlegri- og félagslegri heilsu. 

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Hellings hópefli og samvera. Kynningar með mögnuðum fróðleik. Uppörvandi og hvetjandi vinnustofur, samtal við ráðamenn, kvöldvökur og önnur skemmtilegheit.

Takmarkaður fjöldi

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því borgar sig ekki að bíða of lengi með skráningu. Æskilegt er að fullorðinn einstaklingur og/eða starfsmaður ungmennaráðs/félagasamtaka fylgi þátttakendum yngri en 18 ára. Viðburðurinn gefur starfsfólki ekki síður tækifæri en þátttakendum til þess að kynnast, bera saman starf og verkefni eftir landssvæðum og félagasamtökum. 

Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur og nikótínpúða.

Skráning

Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið er gisting í tvær nætur, 2x kvöldmatur, 2x morgunmatur, 2x hádegismatur og 2x hressing. Ráðstefnugögn og ferðakostnaður að mestu og/eða öllu leiti. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudeginum og til baka á sunnudeginum sem þátttakendur eru hvattir til þess að nýta sér. Ferðatilhögun frá Akureyri og Egilsstöðum fer eftir fjölda skráninga og er því í vinnslu. Við hvetjum því þátttakendur að bíða ekki of lengi með að skrá sig svo hægt sé að staðfesta og ganga frá öllum ferðatilhögunum í tíma. 

Skráning er í fullum gangi og stendur til í síðasta lagi til 8. september, eða þar til uppselt verður.

Ráðstefnan er styrkt af Erasmus+.

Smelltu hér til þess að skrá þig!

Skráning er hafin og stendur til 8. september. Fjöldi er takmarkaður svo fyrirhyggja er best! Athygli er vakin á því að UMFÍ nýtir netföng sem skráð eru í umsókn til þess að koma á framfæri upplýsingum um viðburðinn. Með skráningunni gefa þátttakendur heimild fyrir því að nýta þær myndir og myndbönd sem kunna að vera teknar á viðburðinum og nýta þær í útgáfustarfsemi UMFÍ á hvaða formi sem það kann að vera. UMFÍ tryggir ekki einstaklinga á viðburðinum.

Smelltu hér til þess að skrá þig!

Dagskrá

Föstudagur

TÍMI

DAGSKRÁRLIÐUR

15:00

BROTTFÖR frá þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegur 6, 104 Rvk. 
Ferðatilhögun frá Akureyri og Egilsstöðum er í athugun. 

17:30

KOMA SÉR FYRIR Á STAÐNUM 
Gist er í 2ja – 4 manna herbergjum. Þátttakendur þurfa að koma sjálfir með sængurver og lak á 90cm rúm.

19:00

KVÖLDMATUR

20:00

VELKOMIN! Hópefli og gleðistund

23:00

Öll komin í ró <3

Laugardagur

TÍMI

DAGSKRÁRLIÐUR

09:00

MORGUNMATUR

09:30

PEPPUM OKKUR Í GANG!
Léttir leikir í íþróttahúsi sem allir geta tekið þátt í. 

10:30

STURTUHLÉ

11:15

FÉLAGSLEGIR TÖFRAR!
Viðar Halldórsson félagsfræðingur mætir til okkar og segir okkur nánar frá því hvað átt er við með félagslegum töfrum og hvernig við öll getum verið hluti af þeim.

12:15

HÁDEGISMATUR

13:15

VINNUSMIÐJUPEPP!
Bíddu, hvernig fara þessar vinnusmiðjur fram? Engar áhyggjur – við útskýrum allt vel þegar þú kemur. 

13:30

VINNUSMIÐJUR
Við skiptum þátttakendum upp í þrjá hópa og rúllum í gegnum þrjár vinnusmiðjur sem tengjast spurningunni: Hvað myndi fá þig eða vini þína til að taka meiri þátt í félagsstarfi?
VINNUSMIÐJURNAR HEITA: FÖRUM Á FLUG – LYFTIDUFT OG ORKUSKOT. 

15:40

HRESSING

16:00

LOKAATRIÐISUNDIRBÚNINGUR

17:00

BLAND Í POKA! 
Frjáls tími þar sem hellings afþreying verður í boði en líka tækifæri til þess að slaka á og bara kjafta í kózý! 

19:00

KVÖLDMATUR

20:00

SUNDLAUGARPARTÝ! 
Ómissandi dagsskrárliður síðustu ár!
Alvöru stemmari og stuð! 

22:00

KVÖLDHRESSING

23:30

Öll komin í ró <3

Sunnudagur

TÍMI

DAGSKRÁRLIÐUR

08:15

MORGUNMATUR

08:45

GANGA FRÁ HERBERGJUM

09:00

SKEMMTIATRIÐALOKAUNDIRBÚNINGUR

10:00

UPPSKERUHÁTIÐ!
Heimahópar koma upp á svið og sýna sína afurð, lærdóm af ráðstefnunni. 

11:00

KAFFIHÚSAUMRÆÐUR MEÐ RÁÐAFÓLKI
Tækifæri fyrir þátttakendur og ráðafólk að ræða saman óformlega á jafningjagrundvelli. Ráðafólkið fær sömuleiðis tækifæri til þess að hlusta á raddir, tillögur og skoðanir ungmenna

12:30

SAMANTEKT OG RÁÐSTEFNUSLIT

13:00

HÁDEGISMATUR

13:30

BROTTFÖR
Áætluð koma í þjónustumiðstöð UMFÍ í Rvk. er kl. 16:00.
Ferðatilhögun frá Akureyri og Egilsstöðum fer eftir fjölda.