Gunnhildur er nýr framkvæmdastjóri HSH
„Ég er alin upp á héraðsmótum, sundmótum, á íþróttavellinum á Lýsuhóli. Þess vegna sé ég heilmikil tækifæri fyrir okkur á sambandssvæðinu,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem nýverið var ráðin framkvæmdastjóri Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH).