Hver erum við?

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 27 sambandsaðilar. Félögin eru 480 og félagsmenn rúmlega 290 þúsund.

Hvað gerum við?

UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi.

Hvernig gerum við það?

Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum í samræmi við stefnu UMFÍ.

Fréttir

Fréttasafn