Fara á efnissvæði

11. - 12. október 2024

Sambandsráðsfundur

45. Sambandsráðsfundur 2024

Sambandsráð UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ á milli Sambandsþinga. Sambandsráð er skipað formönnum sambandsaðila UMFÍ eða varamönnum þeirra, ásamt stjórn UMFÍ eða varamönnum hennar.

Stjórn skal boða skriflega til sambandsráðsfundar með a.m.k. 4 vikna fyrirvara og skal hann haldinn fyrir 15. nóvember það ár sem sambandsþing UMFÍ er ekki haldið.

45. Sambandsráðsfundur UMFÍ verður haldinn að Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 12. október 2024 klukkan 10:00. 

Hagnýtar upplýsingar

  • Starfsemi UMFÍ er afmörkuð út frá lögum UMFÍ.

    Lög UMFÍ voru uppfærð og samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. 

    SKOÐA LÖG UMFÍ

  • Samkvæmt 10. grein laga UMFÍ skulu verkefni Sambandsráðsfundar vera: 

    • Ræða skýrslur næstliðins árs.
    • Afgreiða reikninga liðins árs, sem skulu áritaðir af löggiltum endurskoðanda.
    • Greiði einhver fulltrúi á sambandsráðsfundi atkvæði gegn því að reikningar séu samþykktir, þá skulu þeir lagðir fyrir næsta Sambandsþing til afgreiðslu.
    • Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs.
    • Ræða viðfangsefni UMFÍ milli þinga.
  • UMFÍ býður til kvöldverðar föstudagskvöldið 11. október.

    Fundurinn hefst kl. 10:00 laugardaginn 12. október. 

     

    10:00 Fundarsetning 

    • Kosning starfsmanna fundarins: Fundarstjóri / Fundarritari.

     

    Yfirlit yfir störf frá síðasta þingi

    • Skýrsla stjórnar
    • Reikningar lagðir fram
    • Umræður
    • Afgreiðsla reikninga

     

    Mál lögð fyrir fundinn

    • Fjárhagsáætlun
    • Önnur mál frá stjórn
    • Erindi og mál frá sambandsaðilum
    • Umræður og málum vísað til nefndar

     

    12:30 Hádegishlé

     

    Nefndarstörf

    • Nefndir skila áliti, afgreiðsla mála

     

    Kynning og umræður

    • Mót UMFÍ
    • Íþrótta- og æskulýðslög
    • Svæðisstöðvar íþróttahéraða

     

    16:00 Fundarslit

  • Ársskýrsla er í vinnslu og verður birt innan tíðar.