Fara á efnissvæði

Sími: 
Netfang: 
 

Ásgeir er starfandi framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna Flóka (HHF) og hefur verið viðriðinn íþrótta- og æskulýðsstarf frá unga aldri, fyrst sem iðkandi og seinna meir sinnt ýmsum stjórnarstörfum í þágu íþrótta og æskulýðsmála.

Ásgeir var meðal annars í Íþrótta og æskulýðsnefnd Vesturbyggðar 2002-2006 sem stóð að byggingu íþróttahúsa á Bíldudal og Patreksfirði, og hann var í stjórn HHF sem hélt fyrsta Unglingalandsmótið um Verslunarmannahelgi á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann sat í stjórn Ungmennafélags Barðastandar á yngri árum og Íþróttafélags Harðar Patreksfirði í seinni tíð þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri HHF. Ásgeir hefur einnig sinnt þjálfun í fótbolta og frjálsum íþróttum í tvo áratugi með einhverjum hléum. Auk þess hefur hann verið björgunarsveitarmaður í hjálparsveitinni Lómfell frá því um árið 2000 og situr í svæðisstjórn björgunarsveita á sunnanverðum Vestfjörðum.

Ásgeir er virkur í pólitísku starfi og verið í framboði til alþingis og var varamaður í bæjarstjórn Vesturbyggðar frá 2006-2010. Þá hefur hann verið bæjarfulltrúi í Vesturbyggð frá 2010 og var formaður bæjarráðs Vesturbyggðar í nærri tvö kjörtímabil. Hann hefur því gegnt formennsku og ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið óslitið síðan 2002. Auk þess er Ásgeir virkur meðlimur í Lions á Patreksfirði og rekur þar ásamt fleiri góðum mönnum Skjaldborgarbíó sem sýnir þrjár nýjar kvikmyndir á hverri helgi. Hann hefur líka gegnt trúnaðarstörfum fyrir bændasamtökin í tengslum við sína atvinnu sem sauðfjárbóndi.