Sími: 844 4903
Netfang: johann@umfi.is
Jóhann Steinar hefur setið í stjórn UMFÍ frá árinu 2017. Árin 2017–2019 var hann meðstjórnandi. Árið 2019 varð hann formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ og árið 2020 tók hann við sem varaformaður af Ragnheiði Högnadóttur.
Jóhann Steinar er Stjörnumaður og hefur frá unga aldri unnið innan ungmennafélags-hreyfingarinnar. Hann byrjaði eins og flestir á kústinum, færði sig þaðan yfir á ritaraborðið, í dómgæslu og áfram uns hann varð fulltrúi í meistara-flokksráðum karla og kvenna í handknattleiksdeild félagsins og síðar í meistaraflokksráði karla í knattspyrnu. Jóhann Steinar tók síðan sæti í aðalstjórn Stjörnunnar. Hann tók við formennsku í aðalstjórn árið 2011 og gegndi henni í fjögur ár. Árið 2019 var hann gerður að heiðursfélaga Stjörnunnar.