Fara á efnissvæði
19. apríl 2024

Námskeið í barnavernd

Rafrænt námskeið

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.

Á námskeiðinu er m.a farið yfir:
  • Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
  • Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.
  • Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.
  • Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga.
  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.
Næsta námskeið

Mánudaginn 22. apríl kl. 17:30 fer fram rafrænt námskeið á Teams. Til þess að tengjast námskeiðinu er skráð inn eftirfarandi upplýsingar:

Meeting ID: 324 537 523 871
Passcode: JvNw5g

Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins og fá sendar upplýingar samdægurs í tölvupósti. Netfang aev@aev.is

Skoða viðburðinn á Facebook