Fara á efnissvæði
21. júlí 2025

Ein vika eftir af skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ

Í hverju ætlar þú og þínar vinkonur og vinir að taka þátt í á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum? Það er aldeilis farið að styttast í mótið enda stutt í verslunarmannahelgina.

Skráning er í fullum gangi og verður síðasti séns til að skrá sig á mótið sunnudaginn 27. júlí. 

Ætlarðu að taka þátt í fimleikum? Atriðið þarf aðeins að standa yfir í 30 sekúndur og upp í fjórar mínútur. Þú getur æfþað heima, færð fullt dansgólf til að sýna og atriðið getur innihaldið loftdýnu. 

Hér geturðu lesið meira um fimleikana: Fimleikar á Unglingalandsmóti

Eða ætlarðu í frisbígolf? Reglurnar eru einfaldar, öll sem vilja geta tekið þátt og er þetta stærri braut en gengur og gerist…. Þú getur lesið meira um frisbigolfið hér: Frisbígolf á Unglingalandsmóti 

Motocross kemur líka sterkt inn á Egilsstöðum. Stefnt er að því að sýna beint frá keppninni á YouTube.
Fjöldi annarra greina eru í boði. Þar á meðal  borðtennis, frjálsar íþróttir, glíma, golf, grasblak grashandbolti, hestaíþróttir, hjólreiðar, knattspyrnu, krakkahreysti, kökuskreytingar, körfubolti, pílukast, skák, stafsetning, sund og upplestur. 

Rafíþróttir er ein af greinunum en þar verður keppt í Rocket League. Hér geturðu lesið meira um það: Rafíþróttir á Unglingalandsmóti

 

Nú er upplagt að kynna sér allt það sem verður í boði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina:

Allt um Unglingalandsmótið og skráning hér