Fara á efnissvæði
01. ágúst 2017

Fleiri koma frá UMSS á Unglingalandsmót en áður

„Við erum mjög spennt fyrir Unglingalandsmótinu,“ segir Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina eru skráðir 82 keppendur frá UMSS í 274 greinar. Þetta er talsverð betri þátttaka hjá UMSS miðað við fyrri mót. Þátttakan jafngildir því að hver keppandi frá UMSS séu skráðir í þrjár greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Thelma segir Skagfirðinga mjög áhugasama um Unglingalandsmót UMFÍ og mikil stemning þar fyrir mótinu. Hún nefnir dæmi um að á einum bæ í Skagafirði hafi systkini skráð sig í samtals 22 greinar. Drengurinn, sem er yngri, skráði sig í þrettán en systir hans í níu greinar af ýmsum toga.

Sjálf fer Thelma á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum með dætur sínar tvær sem hlakka mikið til og hafa þær skráð sig í nokkrar greinar, þar á meðal frjálsar, ólympískar lyftingar og kökuskreytingar.

 

Hvað er í boði?

Unglingalandsmót UMFÍ er fyrir börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára.

Í boði eru fjölbreyttar keppnisgreinar: boccía, bogfimi, UÍA Þrekmót, fimleikalíf, fjallahjólreiðar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, ólympískar lyftingar, rathlaup, skák og skotfimi, stafsetning, upplestur og sund.

Fötluðum einstaklingum er boðið að keppa í frjálsíþróttum og sundi.

Að auki er nóg í boði fyrir alla fjölskylduna.Yngri börnin fá að sjálfsögðu líka að spreyta sig við ýmsar íþróttir, fengið kennslu í mörgum og farið á tónleika á kvöldin.

Það kostar aðeins 7.000 krónur að skrá sig á Unglingalandsmót og fyrir það hægt að keppa í eins mörgum greinum og viðkomandi vill keppa í.

 

Skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ lýkur á miðnætti 1. ágúst. 

Skrá á Unglingalandsmót UMFÍ