Fara á efnissvæði
27. júlí 2017

Hvað eiga Prumpandi einhyrningar og Skagfirska mafían sameiginlegt?

Jú, þetta eru lið sem hafa skráð sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Á meðal annarra frumlegra nafna á liðum keppenda eru Sykurpúðarnir, Selfossdætur og Bleiku pardusarnir. En þetta er bara lítið brot og listinn er langur.

Mörg liðanna er skráð í fleira en eina grein og fjölmörg bæði í keppni í körfubolta og knattspyrnu, frjálsar, í fimleikalíf og kökuskreytingar.

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmótið og lýkur henni á miðnætti á sunnudag 30. júlí.

Á Unglingalandsmótinu er í boði að keppa í 24 mismunandi greinum, allt frá kökuskreytingum, boccía, skotfimi, fjallahjólreiðum og knattspyrnu til strandblaks. Keppni hefst í golfi fimmtudaginn 3. ágúst og hefst keppni í öðrum greinum föstudaginn 4. ágúst.

Öll kvöldin um verslunarmannahelgina kemur landsþekkt tónlistarfólk fram. Þar á meðal eru hljómsveitirnar Úlfur Úlfur, Amabadama, tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og margir fleiri.

Ætlarðu að koma á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum?

Þú getur séð ítarlegar upplýsingar hér.

Skráðu þig hér.