Fara á efnissvæði
09. júlí 2024

Hvernig gengur skráning á Unglingalandsmót?

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Skráningin gengur almennt mjög vel. En eins og alltaf geta því miður getur komið upp tæknilegt vesen, sem fáir hafa gaman að. 

Helstu vandamálin sem mögulega geta komið upp felast í skráningu þátttakenda í greinar á Unglingalandsmótið. Ef slíkt gerist má vera að nóg sé að skrá sig út úr Sportabler og skrá sig síðan aftur inn. Ef það gengur ekki mælum við með því að viðkomandi sendi skeyti á abler@abler.io og reifi þar vandamálið. 

Mót fyrir alla fjölskylduna!

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í gegnum kerfi Sportabler. Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald upp á 9.400 krónur óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. Gjaldið þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið og áður en greinar eru valdar.

Aðeins er greitt fyrir þátttakendur 11 – 18 ára. Frítt er fyrir systkini og foreldra. Auk þess er innifalið í miðaverðinu aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna. Aðeins þarf að greiða fyrir rafmagn og er það gert í gegnum skráningarkerfi mótsins. 

Athugið að verð fyrir rafmagn er 4.900 krónur til 29. júlí. Eftir þann tíma hækkar verðið í 6.900 krónur.   

Einnig er innifalið í miðaverðinu aðgangur að allri afþreyingu á mótinum, tónleikar á hverju kvöldi og aðgangur í sundlaugar í Borgarbyggð. 

Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Sendið póst á umfi@umfi.is.

Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega. 

 

Allar upplýsingar um Unglingalandsmótið