Fara á efnissvæði
22. júlí 2025

Hvernig skrái ég mig í greinar?

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er í fullum gangi og getur fólk skráð sig og sína til þátttöku fram á miðnætti á sunnudag 27. júlí.

Skrá mig á Unglingalandsmót 2025

Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvernig eigi nú að skrá í greinar á mótinu.

Það er gert svona:

Þegar þú ert búin/n að skrá þátttakanda á mótið í Abler, þá ættirðu að fá tölvupóst með hlekk á. Hlekkurinn vísar á skráningu í greinar. Ef þú hefur ekki fengið hlekkinn eða vilt fara beint á skráningarsíðuna í gegnum appið þá þarftu að fara þessa leið:   

·       Opnaðu Abler–appið.

·       Farðu inn á prófílinn þinn.

·       Smelltu á hnappinn: „Verslanir og markaðstorg“.

·       Veldu „Markaðstorg“.

·       Veldu „Ungmennafélag Íslands“.

·       Ýttu á upphafsstafi/prófílmynd þína (efst í hægra horninu).

·       Farðu í „Skráningar“.

·       Finndu Unglingalandsmótið og ýttu á „Sjá meira“.

·       Nú ættir þú að geta skráð þig og þína í greinar og/eða skoðað þær sem þú eða þátttakandinn er þegar skráð/ur í.

 

Ef eitthvað er óljóst eða bras á einhverju, það bara virkar ekki eins og það á að gera, þá mælum við með að þú smellir í tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.

 

Ertu búin/n að kynna þér hvaða greinar eru í boði? Margir þátttakendur skrá sig í fleiri en eina grein.

Greinar í boði 

Hér geturðu skoðað dagskránna