Fara á efnissvæði
01. ágúst 2025

Mætum öll á setninguna í kvöld!

Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á Vilhjálmsvelli í kvöld, föstudagskvöldið 1. ágúst kl. 20:00. Allir þátttakendur taka þátt í setningunni. 

Hópurinn hittist kl. 19:30 á æfingasvæðinu við Vilhjálmsvöll. Þar raða allir þátttakendur sér upp með sínu íþróttahéraði og ganga síðan saman inn á svæðið. Systkini, foreldrar og öll sem vilja eru velkomin í skrúðgönguna.

Strax klukkan 21:00 eftir setninguna tekur við fjölskyldufjör um allt mótssvæði Egilsstaða til klukkan 23:00. 

 

Fjölskyldufjörið verður svona:

  • Badminton LED í Íþróttamiðstöðinni.
  • Körfuboltapartý við Egilsstaðaskóla.
  • Blindabolti á gervigrasvellinum við Egilsstaðaskóla.
  • Tónlist verður í Tjarnargarðinum.
  • Ringó verður í boði á Vilhjálmsvelli ásamt frjálsum íþróttum fyrir alla fjölskylduna. 
  • Frisbígolf í Tjarnargarði
  • Dans og diskó í félagsmiðstöðinni.

Hægt verður að skoða allt það sem í boði er í dagskrá mótsins. 

 

Dagskráin öll