Fara á efnissvæði
10. júlí 2017

Margir keppa í 3-4 greinum á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

En hvað veistu um Unglingalandsmót UMFÍ?

Hugmyndin að Unglingalandsmóti UMFÍ kom fyrst fram hjá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE) árið 1991. Upphafsmaður hugmyndarinnar var Jón Sævar Þórðarson, þáverandi framkvæmdastjóri UMSE. Strax í upphafi kom fram sú hugsun að mótið ætti ekki fyrst og fremst að miðast við toppárangur í einstökum íþróttagreinum. Blandað yrði saman keppni og kvöldvökum, skemmtun, útivist og þarna yrði eitthvað fyrir alla.

Upphaflega var farið af stað með það að halda mótið þriðja hvert ár en frá árinu 2002 hefur mótið farið fram á hverju ári og alltaf um verslunarmannahelgina. Allt frá fyrsta móti hefur Unglingalandsmót UMFÍ verið vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð.

Mótið er opið öllum ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi er í íþróttafélagi eða ekki. Keppt er í fjölda greina, allt frá körfubolta, sundi, knattspyrnu og kökuskreytingum, hjólreiðum, frjálsum og mörgu fleiru.

Í fyrra var Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi. Keppendur voru um 1.400 talsins og voru drengir heldur fleiri þátttakendur en stúlkur.

Flestir keppendur komu frá HSK en næstflestir frá UMSK. Fjölmennustu keppnisgreinarnar voru knattspyrna og frjálsar íþróttir.

Nær allir mæla með mótinu

Eftir mótið í fyrra gerði UMFÍ könnun á upplifun þátttakenda. Könnunin var rafræn og send þátttakendum eða forráðamönnum þeirra. Svarhlutfall var um 25%. Svörin voru öll nafnlaus.

Helstu niðurstöður:

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Þar verður keppt í 24 greinum. Á kvöldvökunum koma fram Úlfur Úlfur, Hildur, Emmsjé Gauti, Jón Jónsson og margir fleiri.

Þú getur smellt hér til að skoða meira um Unglingalandsmót UMFÍ.

Hér geturðu skráð þig