Fara á efnissvæði
03. apríl 2024

Mikill áhugi á störfum í íþróttahreyfingunni

ÍSÍ og UMFÍ auglýstu í byrjun mars eftir sextán stöðugildum til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á landinu öllu. Umsóknarfrestur rann út þann 2. apríl síðastliðinn.

Alls bárust 203 umsóknir um land allt en starfsmennirnir verða staðsettir á átta svæðastöðvum, tveir á hverju svæði. „Við erum þakklát fyrir þennan mikla áhuga,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir, sem nýlega var ráðin sem verkefnastjóri svæðastöðvanna.

Úrvinnsla umsókna er nú hafin í samstarfi við ráðningarfyrirtækið Hagvang. Gera má ráð fyrir að ráðningarferlið taki nokkrar vikur sökum fjölda umsókna.

Meira um svæðastöðvarnar