Fara á efnissvæði
01. ágúst 2023

Mótaskrá Unglingalandsmóts 2023 komin á netið

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.

Þátttakendur fá mótaskránna afhenta þegar þau fá mótsgögn afhent í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki. Miðstöðin opnar á fimmtudag klukkan 15:00 og verður hún opin á meðan mótinu stendur.

UMFÍ heldur mótið ásamt Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélaginu Skagafjörður.

Í mótaskránni býður Ragnheiður Högnadóttir gesti velkomna á mótið. Ragnheiður er formaður móta- og viðburðanefndar UMFÍ og formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ. Hún hefur sjálf sótt mótið um árabil og segir það bestu upplifunina sem fjölskyldan geti hugsað sér.

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, býður mótsgesti velkomna í Skagafjörðinn. Hann rifjar upp að íþróttaiðkun er rótgróin í sveitarfélaginu, þar sé fólk stolt af íþróttaaðstöðunni og hún skilað sér í fjölda framúrskarandi íþróttafólks.

Fyrir utan ítarlegar upplýsingar um mótið er kort af Sauðárkróki, auglýsingar þeirra fjölmörgu bakhjarla sem styðja við Unglingalandsmót UMFÍ þetta árið.

 

Aðalstyrktaraðilar mótsins eru: Fisk Seafood, Kaupfélag Skagfirðinga, Íslenskar getraunir, Mjólkursamsalan, Powerade,  Steinull og Steypustöð Skagafjarðar.

 

Smelltu hér til að skoða mótaskránna