Fara á efnissvæði
22. maí 2024

Mótsgestir fá sértilboð í gistingu

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní næstkomandi. Hótel Vellir í Hafnarfirði bjóða mótsgestum upp á tilboð á sérkjörum. Stutt er í aðra gistingu í Vogum. 

Hótel Vellir í Hafnarfirði býður þátttakendum mótsins upp á kostakjör helgina sem mótið stendur yfir. Þetta er þriggja stjörnu hótel í útjaðri Hafnarfjarðar og rétt aðeins í rúmlega 20 km fjarlægð frá Vogum.

Þetta er sérlegt kostaboð því með fylgir ókeypis aðgangur í Reebok Fitness, sem er í sama húsi.  Gestir geta því annað hvort skellt í gufu og útipotta eftir keppni hvern þann dag sem þau keppa eða hitað upp fyrir keppni dagsins í tækjasalnum.

Mótsgestir og þátttakendur þurfa að taka fram að þeir eru að sækja Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum og fá þá dvöl á sérkjörum. Athugið að greiðsla fyrir gistingu er ekki hluti af þátttökugjaldi mótsins. 

Mótsgestir geta kannað með framboð og bókað gistingu með því að hafa samband við Hótel Velli eða sent skeyti á info@hotelvellir.com.

Hótel Vellir - sími: 420 0080

Hótel Vellir - heimasíða

Gistimöguleikar í Vogum

Sömuleiðis eru fínir gistimöguleikar á Hótel Vogum og á tjaldsvæðinu í Vogum.

Hótel Vogar er góður valmöguleiki, jafnt fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Hótel Vogar er staðsett í Vogum á Vatnsleysuströnd og býður fram mjög góða aðstöðu á hóflegu verði. 

Hótel Vogar - Sími: 8664664 /

Heimasíða Hótel Voga

 

Tjaldsvæði í Sveitarfélaginu Vogum er í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar. Tjaldstæðið er á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur sveitarfélagsins. Búið er að koma upp litlu aðstöðuhúsi með vatnssalerni og uppþvottaaðstöðu, sem er til afnota fyrir gesti tjaldstæðisins. Utan á aðstöðuhúsinu eru jafnframt rafmagnstenglar til notkunar fyrir gesti tjaldstæðisins, einkum þá sem eru á húsbílum, húsvögnum og fellihýsum.

Sveitarfélagið Vogar býður ferðamenn velkomna á tjaldstæðið og vonar að þeir njóti dvalarinnar.

Tjaldsvæði Voga - sími 777 - 3222 /

Heimasíða tjaldsvæðisins