Fara á efnissvæði
31. júlí 2022

Of mikil spenna á tjaldsvæðinu

Líf og fjör er á Unglingalandsmóti UMFÍ og æðisleg stemning á tjaldstæðinu. Borið hefur á að gestir mótsins hlaði bíla sína í rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu. Slíkt er ekki æskilegt enda myndast við það mikil spenna á rafkerfinu.

Rafbílaeigendur eru því vinsamlegast beðnir um að finna viðeigandi hleðslustaði fyrir bíla sína.