Fara á efnissvæði
11. júlí 2023

Prumpandi einhyrningar á Unglingalandsmóti UMFÍ

Hvað heitir liðið ykkar?

Afar vinsælt er hjá þátttakendum á Unglingalandsmóti UMFÍ að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Margir búa til skemmtileg nöfn á liðin eins og Prumpandi einhyrningar, Sveppasulturnar, Ofurhetjurnar, Bónusgrísirnir, Bakkbræður, Rothöggið og mörg fleiri.

Liðsnöfnin eru ansi frjálsleg.

Þetta er auðvitað ekki krafa en bæði flottir búningar og hressilega skemmtileg nöfn gefa mótinu lit og vekja mikla athygli á einstaka liðum.

Þátttakendur í liðakeppni eins og knattspyrnu, körfubolta, grashandknattleik og grasblaki geta búið til sitt eigið lið í skráningarkerfi mótsins.

Þátttakendur þurfa ekki að vera frá sama sambandsaðila eða sama félagi heldur getur hver sem er sett saman sitt eigið lið.

Þeir þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ sem ekki eru í liði eða í hópi sem ekki nær að mynda lið getur verið settur í lið með öðrum þátttakendum.

Hér má sjá nokkrar myndir af skemmtilegum liðum í gegnum tíðina, meðal annars skemmtilegum búningum Prumpandi einhyrninga, sem unnu keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmótinu þegar það var haldið á Egilsstöðum.

 

Smelltu hér og lestu allt um Unglingalandsmót UMFÍ