Fara á efnissvæði
02. júní 2017

Stuð í sundpartýi á Sauðárkróki

„Sundpartýið tókst mjög vel. Það sló í gegn bæði hjá sundiðkendum og almenningi í sundlaug Sauðárkróks. Við gerum þetta örugglega aftur,“ segir Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, sundþjálfari og formaður sunddeildar Tindastóls.

Þorgerður hefur staðið fyrir opnun æfingum í sundi í Hreyfiviku UMFÍ. Í gær hélt hún heljarinnar sundpartýi í Sundlauginni á Sauðárkróki. Þar var boðið upp á jóga í vatni ásamt dansi, leikjum, sápukúlupartýi og freyðibaði í heita pottinum. Eftir sundið fengu allir ávexti og buff í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ.

Þorgerður segir fullorðna fólkið hafa skemmt sér jafn vel og börnin í sundi og vilji þau sjá viðburði sem þennan oftar í sundlauginni.

„Þau voru eins og börn á ný,“ segir Þorgerður.

Hér má sjá mynd frá jógastundinni í sundlauginni og myndir úr partýinu.