Fara á efnissvæði
30. júlí 2025

Stútfull mótaskrá 2025 komin út

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.

Þátttakendur fá prentaða útgáfu mótaskrárinnar afhenta í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum. Miðstöðin opnar í Sláturhúsinu við tjaldsvæðið á fimmtudag klukkan 14:00 en færist strax á föstudag upp í Egilsstaðaskóla.

UMFÍ heldur mótið ásamt Íþrótta- og ungmennasambandi Austurlands (UÍA) og sveitarfélaginu Múlaþingi. 

Í mótaskránni svara nokkrir einstaklingar spurningum varðandi mótið, íþróttaiðkun og fleira. Þetta eru Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Benedikt Jónsson, formaður UÍA, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, og Jónína Brynjólfsdóttir, formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmótsins. 
Í mótaskránni er líka dagskrá mótsins, kort af mótssvæðinu, ýmislegt um keppnisgreinar, afþreyingu og margt fleira. 

Þú getur smellt á forsíðu mótaskrárinnar hér að neðan og lesið hana alla á umfi.is:

Opna mótaskrá