Fara á efnissvæði
24. júlí 2017

Svona er best að skrá sig á Unglingalandsmót UMFÍ

Það hefur brugðið við að fólk lendi í vandræðum við að skrá sig, vinkonu Hér að neðan eru leiðbeiningar um bestu leiðina til að skrá bæði einstaklinga og lið til keppni. Einstaklingar geta skráð sig í hvort heldur knattspyrnu, körfubolta eða boccía eða hvaðeina án þess að vera í liði. Þá þarf aðeins að skrifa að viðkomandi er ekki í liði. Viðkomandi er síðan settur í lið með öðrum sem ekki eru skráðir í lið.

Mestu vandamálin fram til þessa snúa að þeim sem eru að skrá marga þátttakendur í einu í lið á mótið. Það er vissulega hægt að gera í skráningarkerfinu Nóra, sem UMFÍ notar. Sá sem skráir allt liðið þarf að hafa kennitölur allra í  liðinu við hendina og skrá þá inn á sama tíma og liðið er skráð til keppni. Hentugast er ef hver og einn eða forráðamaður skráir þátttakanda til keppni í stað þess að hópurinn geri það á sama tíma.

Hafðu í huga fyrir skráningu liðs

Mikilvægt er að skrifa nafn liðins í þann reit sem við á. Ef aðrir liðsmenn skrá sig hver fyrir sig þá þurfa þeir aðeins að vita nafnið á liðinu og skrifa það í gluggann á sinni skráningarsíðu. Þeir sjá ekki hvaða önnur lið eru skráð til þátttöku. Kerfið parar síðan saman þá sem skráðir eru í sama liðið.

Leiðbeiningar við skráningu

Svona lítur skráningarsíðan á Unglingalandsmóti UMFÍ út

Smelltu á reitinn Skrá inn.

Þá opnast þessi gluggi.

 

 

Þegar annar hvor glugginn hefur verið fylltur út er hægt að komast áfram.

 Mikilvægt er að samþykkja skilmálana til að halda áfram.

 

 

Mikilvægt er að fylla út netföng og símanúmer. Það er gert til að senda þátttakendum tilkynningar um skráningar og breytingar. Einnig fá þátttakendur aðgang að „appi“, snjallforriti í síma þeirra sem nýtast fyrir upplýsingar um greinar og mótstjórar geta sent mikilvægt skilaboð á þátttakendur þegar við á.

Smelltu á „Skráning í boði“ – þá kemur listi yfir hvaða greinar eru í boði miðað við kyn og aldur.

 

 

Velja hvaða félag er keppt fyrir, svara valspurningum um nafn liðs og kennitölur, annar keppandi í grein, velja greiðslumáta, samþykkja skilmála og smella á „Áfram“. Skráningu er ekki lokið fyrr en búið að smella á „skrá greiðslu“ og efst á síðu „yfirlit“ er komið. Síðan kemur „kvittun send á netfang“, þetta á við hvort heldur greiðsla er ákveðin upphæð eða 0 krónur.

 

Þá ætti þetta að vera komið. 

Þátttakendur geta ekki breytt skráningum sjálfir eftir á. Ef vandamál kemur upp eða spyrja þarf einhvers varðandi skráninguna eða Unglingalandsmót UMFÍ er hentugast að skrifa stutta lýsingu á því og senda skeyti á Facebook-síðu UMFÍ (https://www.facebook.com/ungmennafelag/) eða í tölvupósti á umf@umfi.is.

Gott er að like-a við síðu UMFÍ á Facebook. Þar koma flestar tilkynningar sem gagnast þátttakendum á Unglingalandsmóti UMFÍ.