Fara á efnissvæði
24. júní 2017

Svona er dagskráin í Hveragerði í dag

Það er nóg að gera á Landsmóti UMFÍ 50+ í dag, laugardaginn 24. júní. Dagurinn hófst með jóga í Listigarðinum klukkan átta í morgun og var svo blásið til keppni í golfi, utanvegahlaupi, skák og bridds. Margar fleiri greinar eru ótaldar, þar á meðal keppni í frjálsum, jurtagreiningu og pönnukökubakstri, sem margir þekkja. 

En fleira er í boði og er það eftirfarandi:

13:00-14:00 Sögugönguferð með leiðsögn
13:00-16:00 Bein útsending frá Suðurland FM, spjallað við keppendur og fólk í Hveragerði
13:00-16.30 Jónsmessugleði Norræna félagsins
13:30 Tónleikar- Norræn tónlist
13:00-17:00 Opnar smiðju í línudansi í íþróttahúsinu undir stjórn Óla Geirs
14:00-15:00 Bókaflipp – keppni tengd bókum í Í Lystigarðinum
14:00-16:00 Opið hús hjá Félagi eldri borgara í Hveragerði í Þorlákssetri
16:00 Fjölskyldan á fjallið Reykjafjall. Gengið verður frá Sundlauginni
20:00 Ekki gleyma að skrá þig í grillveislu og skemmtun á Hótel Örk. Veislustjóri er Hjörtur Benediktsson og hljómsveitin Pass leikur fyrir dansi.

Ítarlegri upplýsingar má sjá í mótadagskrá