Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

23. janúar 2018

Fleiri íþróttakonur eiga eftir að segja sögu sína

„Ég upplifi heilmikil og sterk viðbrögð frá íþróttahreyfingunni, sérsamböndum og fleirum. Þetta er bylting,“ segir Anna Soffía Víkingsdóttir um #metoo, Verklagsreglur, siðareglur og leiðir fyrir fórnarlömb ofbeldis þurfa að vera skýrari innan íþróttafélaganna, að hennar mati.

22. janúar 2018

Sema Erla: Fólk vill vita hvernig á að bregðast við ofbeldi

Það fyrsta sem Sema Erla Serdar gerði, þegar hún hóf störf hjá Æskulýðsvettvanginum, var að fara á námskeiðið Verndum þau. Námskeiðin eru fyrir þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþrótta- og æskulýðsfélaga.

18. janúar 2018

Skúrkar reyna að svíkja milljónir af íþrótta- og ungmennafélögum

„Þetta er mikið högg fyrir litlar deildir og kemur þeim illa. Þessir skúrkar eru svakalega bíræfnir og undirbúa sig alveg ótrúlega vel áður en þeir svindla á íþróttafélögum,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ.

17. janúar 2018

Umræðupartý UMFÍ

Þá er komið að þriðja Umræðupartýi UMFÍ. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 2. febrúar í Egilshöllinni í Grafarvogi kl. 16.30 - 18.30. Lestu nánar um fjörið með því að smella á fréttina.

16. janúar 2018

UMFÍ kannar umfang ofbeldis innan ungmennafélagshreyfingarinnar

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) sendi í dag stjórnendum sambandsaðila UMFÍ og aðildarfélögum þeirra ítarlegan spurningalista með það fyrir augum að kortleggja og greina umfang þeirra ofbeldisverka og áreitni sem lýst er undir myllumerkinu #metoo.

14. janúar 2018

Ályktun sambandsráðsfundar UMFÍ: Stjórnendur UMFÍ leggja sitt af mörkum gegn ofbeldi

Stjórnendur innan Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) samþykktu á sambandsráðsfundi sínum í gær ályktun um að bregðast við og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Ályktunin kemur í kjölfar #metoo frásagna íþróttakvenna í vikunni.

12. janúar 2018

Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar.

12. janúar 2018

Hvað get ég gert?

Ofbeldi, áreitni og önnur ósæmileg hegðun á ekki að lýðast innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Margar leiðir eru til fyrir þá sem vilja leita sér hjálpar ef þeir hafa orðið fyrir ofbeldi eða vita um ofbeldisverk.

11. janúar 2018

Baldur Þorleifsson hjá Snæfelli: Ég er nú að gefa til baka

„Þetta er mjög skemmtilegt. Ég var mjög lengi keppnismaður og er nú að gefa til baka,“ segir Baldur Þorleifsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Snæfells í körfuknattleik. Baldur keppti lengi með meistaraflokki Snæfells í körfubolta og Víkingi Ólafsvík í knattspyrnu.