Allar fréttir

06. september 2017
Fondurnar hafa hreyft sig saman í 35 ár
Júlíus Sigurbjörnsson segir gott að vera í gönguhópi sem hreyfi sig reglulega. Hópur fyrrverandi kennara og mæður fyrrverandi nemenda við Hvassaleitisskóla í Reykjavík hefur hist reglulega í 35 ár og stundað leikfimi, göngur, skokk og aðra útivist.

04. september 2017
Dagur íslenskrar náttúru 16. september
Dagur íslenskrar náttúru er að venju 16. september næstkomandi. Hann verður haldinn í sjöunda sinn á þessu ári. Á Degi íslenskrar náttúru er kjörið tækifæri að beina sjónum að þeim auði sem felst í íslenskri náttúru, í stóru og smáu samhengi.

30. ágúst 2017
Opið fyrir umsóknir í Íþróttasjóð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Íþróttasjóð. Umsóknafrestur er til mánudagsins 2. október. Sjóðurinn er fyrir alla í íþrótta- og ungmennafélögum sem starfa að íþróttamálum og útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta.

30. ágúst 2017
Þórir og Anna fjalla um liðsheild og leiðtoga
Handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson og markþjálfinn og jógakennarinn Anna Steinsen verða með erindi um árangur liðsheildar, tækifæri einstaklinga innan liðsheildar og leiðtoga á vegum Norsk-íslenska viðskiptaráðsins þriðjudaginn 5. september.

22. ágúst 2017
Orkurík en næringarsnauð fæða á íþróttaviðburðum
Nú fer haust- og vetrarstarf að byrja aftur hjá íþrótta- og ungmennafélögum landsins. Birna Varðardóttir næringarfræðingur mælir með því að á mótum borði börn flatkökur og safa.

17. ágúst 2017
Vinnan fyrir UÍA sú skemmtilegasta
Sigurður Arnar Jónsson er mikill ungmennafélagsmaður. Hann er forstjóri fyrirtækisins Motus ehf sem styrkti komu danska fimleikahópsins Motus Teeterboard til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum.

08. ágúst 2017
UMSS hlaut fyrirmyndarbikar UMFÍ
Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri UMSS, tók við Fyrirmyndarbikarnum fyrir hönd UMSS við slit Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum.

06. ágúst 2017
Sigmari finnst frábært að vera sjálfboðaliði
„Ég hef ekki verið sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti áður en mun eflaust gera það næstu árin. Þetta er frábært,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann var sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2017.

06. ágúst 2017
Gullpíurnar og Austur með gull í fimleikalífi
Keppni í fimleikalífi fór fram í gær. Níu lið mættu til keppni og voru með skemmtileg atriði sem gaman var að fylgjast með og áttu dómarar erfitt verk fyrir höndum að dæma þessa hæfileikaríku krakka. Það voru Gullpíur frá HSK og Austur frá UÍA sem voru í gullhópi Fimleikalífs.