Allar fréttir

30. mars 2023
Mikil ánægja með nýja þjónustumiðstöð UMFÍ
Stjórn Félags áhugafólk um íþróttir aldraðra (FÁÍA) heimsótti nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni í Reykjavík í dag.

28. mars 2023
Jóhanna hjá USÚ: Ég kom af fjöllum!
„Ég er mest í því að veita öðrum viðurkenningar og bjóst þess vegna ekki við því að fá eina sjálf. Ég kom af fjöllum!“ segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður Ungmennasambands Úlfljóts (USÚ), þegar Sigurður Óskar Jónsson sæmdi hana starfsmerki UMFÍ á þingi sambandsins í síðustu viku.

27. mars 2023
Sat í 50 ár í ritnefnd Húnavökuritsins
„Þingið gekk vel og allir fóru glaðir út,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður USAH, eftir þing sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Fjögur gullmerki UMFÍ voru afhent á þinginu og fimm starfsmerki UMFÍ. Tveir úr ritnefnd Húnavökuritsins voru sæmdir gullmerki eftir áratuga vinnu.

27. mars 2023
Þröstur sæmdur gullmerki
Þröstur Guðnason, formaður Ungmennafélagsins Ingólfs í Holtum var sæmdur gullmerki Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á héraðsþingi sambandsins á fimmtudag í síðustu viku. Hann hlaut jafnframt starfsmerki UMFÍ. Bjarni Jóhannsson úr Golfklúbbi Hellu var á sama tíma sæmdur starfsmerki UMFÍ fyrir stör
27. mars 2023
Hvernig tekur félagið þitt á móti börnum af erlendum uppruna?
Á miðvikudaginn fer fram námskeið um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Aðgangur er frír og námskeiðið opið öllum. UMFÍ hvetur þjálfara og forsvarsfólk íþróttafélaga til þátttöku.

24. mars 2023
Hrafnhildur sæmd Gullmerki UMFÍ í Skagafirði
Hrafnhildur Pétursdóttir var veitt Gullmerki UMFÍ á 103. ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem fram fór í vikunni. Gullmerkið fékk Hrafnhildur fyrir óeigingjarnt starf sem sjálfboðaliði og sinnir hún því enn af krafti. Á þinginu var skrifað undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ.

23. mars 2023
Kynning á lýðháskóla í Sønderborg
Mánudaginn 27. mars fer fram opinn kynningarfundur um lýðháskólann í Sønderborg í Danmörku í þjónustumiðstöð UMFÍ.

23. mars 2023
Sara í Ungmennaráði UMFÍ: Fullt af geggjuðum tækifærum
„Mér finnst ótrúlega gaman í Ungmennaráðinu, er búin að kynnast þar frábæru fólki og fá fullt af geggjuðum tækifærum,” segir Sara J. Geirsdóttir. Hún á sæti í Ungmennaráði UMFÍ sem fundaði í fyrsta sinn í nýrri þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík í gær.

22. mars 2023
Þróttur Vogum heldur Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024
„Við erum gríðarlega stolt og hamingjusöm yfir því að okkur er treyst fyrir þessu stóra verkefni,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum en stjórn UMFÍ ákvað á fundi sínum á föstudag að úthluta Landsmóti UMFÍ 50+ til Þróttar árið 2024.