Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. desember 2022

Framhaldsskólanemendur kynna sér íþróttahreyfinguna

Rúmlega 20 nemendur við íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) heimsóttu Íþróttamiðstöðina í Reykjavík og kynntu sér starfsemi UMFÍ og ÍSÍ, íþróttalífið og ýmislegt fleira um lýðheilsu í dag. Andrés Þórarinn Eyjólfsson, kennari við skólann, fylgdi nemendunum.

29. nóvember 2022

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar komið inn í UMFÍ

„Ég fagna þessu skrefi og trúi því og treysti að samvinna muni aukast innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Hrafnkell Marinósson, formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH), í kjölfar þeirra tímamóta sem urðu á fimmtudag í síðustu viku þegar stjórn UMFÍ samþykkti aðild ÍBH að UMFÍ.

28. nóvember 2022

Nemendur Borgarhólsskóla og Borgarholtsskóla verðlaunaðir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti á laugardag verðlaun í tilefni af Forvarnardeginum 2022. Afhendingin fór fram á Bessastöðum þar sem jólaundirbúningur var í fullum gangi. Verðlaunaleikur Forvarnardagsins fól í sér að nemendur gerðu kynningarefni í anda dagsins.

28. nóvember 2022

Ráðstefnan Alveg sjálfsagt!

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til ráðstefnunnar Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans mánudaginn 5. desember kl. 12:00–15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um störf sjálfboðaliða og áskoranir.

25. nóvember 2022

Helga Björg tekur við stýrinu hjá ÍBA

Helga Björg Ingvadóttir hefur verið ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA).  Helga kemur til starfa á næstu dögum. Ráðning er tímabundin vegna veikindaleyfis Helga Rúnars Bragasonar, framkvæmdastjóra ÍBA.

25. nóvember 2022

Ráðstefna á degi Sjálfboðaliðans

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til ráðstefnunnar Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans mánudaginn 5. desember kl. 12:00–15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um störf sjálfboðaliða og áskoranir.

22. nóvember 2022

Jóhann Steinar: Forvarnargildi íþrótta er ótvírætt

Yfir 60% barna í efstu bekkjum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu stunda íþróttir. Iðkendum líður almennt vel, ungir iðkendur eru ánægðir með félagið sitt. Ungir iðkendur telja þeir heilsu sína betri en jafningja sinna sem standa utan íþróttafélaga.

22. nóvember 2022

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fór fram í Alþingishúsinu í dag. Þingmenn léku sér saman og hétu því að tala fyrir hagsmunum barna. UMFÍ stendur að yfirlýsingunni ásamt fleiri félagasamtökum. Ragnheiður Sigurðardóttir var fulltrúi UMFÍ á viðburðinum.

21. nóvember 2022

Elsa, Kristján, Stefán og Valdimar heiðruð með gullmerki

Elsa Jónsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Stefán Konráðsson og Valdimar Gunnarsson voru öll heiðruð með gullmerki UMFÍ í 100 ára afmælisveislu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), sem haldið var á laugardag.