Fara á efnissvæði

Landsmót 50+

22. maí 2024

Mótsgestir fá sértilboð í gistingu

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní næstkomandi. Hótel Vellir í Hafnarfirði bjóða mótsgestum upp á tilboð á sérkjörum. Stutt er í aðra gistingu í Vogum.

21. maí 2024

Eldhress Skinfaxi kominn út!

Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Þema blaðsins er heilsuefling fólks yfir miðjum aldri. Eldri borgarar hjá Hamri í Hveragerði eru heimsóttir, rætt við Flemming Jessenum Landsmót UMFÍ 50+ og Ásmund Einar um svæðastöðvar og farsældarlög.

20. maí 2024

„Hlaupin gefa mér mikið“

Hugrún Árnadóttir er á meðal elstu meðlima í skokkhópi Hauka í Hafnarfirði. Hún var tæplega sextug þegar hún byrjaði að hlaupa. Hugrún segir hlaupin hafa gefið sér mikið. Hún ræðir um þau í nýjasta tölublaði Skinfaxa.

14. maí 2024

Nú geturðu skráð þig á Landsmót UMFÍ 50+

Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní í samstarfi við Þrótt Vogum og Sveitarfélagið Voga. Þú getur skráð þig hér.

15. janúar 2024

Mótum úthlutað til Fjallabyggðar og Múlaþings

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði árið 2025 og Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2025, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ í síðustu viku. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar sem fundaði um málið í síðustu viku.

27. júní 2023

Öflugir sjálfboðaliðar gerðu mótið gott

„Svona mót er ekki haldið nema með öflugum sjálfboðaliðum sem skiluðu sínu mjög vel. Fjöldi þátttakenda var yfirmeðallagi í ár eða um 350 manns,“  segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) um Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um helgina.

24. júní 2023

Hittast á ný í gamlingjadútli

„Við byrjuðum að keppa hvor á móti öðrum á unglingsaldri, ég var sennilega fimmtán ára. Síðan þá eru liðin 66 ár og við erum enn að keppa, nú í gamlingjadútli,“ segir Þorbergur Þórðarson, þátttakandi á Landsmóti UMFÍ 50+. Einn mótherja hans var heimamaðurinn Sigurþór Hjörleifsson.

23. júní 2023

Þetta er leiðin í götuhlaupinu

Keppt verður í götuhlaupi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi á milli klukkan 17:00 - 18:00 í dag. Þetta er fimm kílómetra hlaup sem hefst við íþróttahúsið og verður hlaupið eftir fallegri leið inni í bænum. Leiðina má sjá á myndinni hér að ofan.