Öllum flokkum

07. nóvember 2019
Bjarki er nýr framkvæmdastjóri HSV
„Ég er mjög spenntur, lýst vel á starfið. Námið mun nýtast mér mjög vel,“ segir Bjarki Stefánsson. Hann hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), sambandsaðila UMFÍ.

05. nóvember 2019
Forvarnastarf UMFÍ fer aldrei í frí
Forvarnaverkefni UMFÍ er alltumlykjandi og stöðugt verkefni, að mati Erlu Gunnlaugsdóttur. Erla segir Unglingalandsmót UMFÍ mjög góða birtingarmynd af forvarnastarfi UMFÍ. Þar sé leiðarljósið samvera fjölskyldunnar á heilbrigðum forsendum.

31. október 2019
UMFÍ býður til Íþróttaveislu í Kópavogi
„Íþróttaveislan í Kópavogi er framlag UMFÍ og allra þeirra sem að henni standa til að efla lýðheilsu í landinu. Það er stöðug vinna,‟ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann skrifaði í dag undir samstarfssamning við Kópavogsbæ og UMSK um Íþróttaveislu UMFÍ sem haldin verður í Kópavogi árið 2020.

22. október 2019
Lét drauminn rætast og stofnaði fimleikafélag
Telma Ýr Snorradóttir stofnaði Fimleikafélag Vestfjarða á Patreksfirði fyrir ári síðan. Hún flutti nýverið til Tálknafjarðar og sinnir þjálfun líka í Bíldudal. Telma segir frábært að hafa tækifæri til að gera það sem maður nýtur að gera.

21. október 2019
Gott samstarf skilar sér í glæsilegu dansmóti UMSK
„Þetta var rosalega gott mót,“ segir Ellen Dröfn Björnsdóttir, formaður Dansíþróttafélags Kópavogs. Félagið sá um Opna dansmót UMSK ásamt Dansdeild HK í Smáranum í Kópavogi í gær, sunnudaginn 20. október. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2014.

14. október 2019
Vill aukið samstarf íþróttahreyfingar og stjórnvalda
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vill aukið samstarf með UMFÍ með það markmið í huga að gera íþróttir- og æskulýðsstarf hluta af uppeldisstofnunum samfélagsins. Ásmundur hélt magnað ávarp við setningu sambandsþings UMFÍ þar sem hann jós verkefni UMFÍ lofi.

14. október 2019
Gummi í Fjölni fékk próteinstöng
Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, var valinn matmaður UMFÍ á 51. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var að Laugarbakka í Miðfirði um helgina. Hefð er verið fyrir því í 40 ár að velja matmanninn. Verðlaunagripur sem Guðmundur átti að fá gleymdist og fékk hann DVD-disk og próteinstöng.

13. október 2019
Elísabet, Gissur og Hallbera ný í stjórn UMFÍ
Haukur Valtýsson var sjálfkjörinn formaður UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ í dag og aðalstjórn sömuleiðis. Þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir frá UDN, Gissur Jónsson frá HSK og Hallbera Eiríksdóttir frá UMSB koma ný inn í varastjórn.

12. október 2019
Hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ 2019
Þrír sambandsaðilar UMFÍ voru á sambandsþingi UMFÍ heiðraðir með Hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir gott starf. Formenn félaganna tóku við verðlaununum fyrir hönd sambandsaðilanna.