Öllum flokkum

26. febrúar 2018
Stjórn FÁÍA fékk starfsmerki UMFÍ - UMFÍ tekur við starfi FÁÍA
Þáttaskil urðu á í starfsemi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) á föstudag. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að leggja félagið niður. UMFÍ heldur áfram með starf félagsins og mun stuðla að heilsueflingu eldri aldurshópa um land allt.

22. febrúar 2018
Jóhannes Sigmundsson látinn
Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti, heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) lést á mánudag. Hann var á 87. aldursári.

20. febrúar 2018
Margrét og Helga fengu starfsmerki UMFÍ
Þær Margrét Björnsdóttir frá íþróttafélaginu Glóð og Helga Jóhannesdóttir frá Aftureldingu voru heiðraðar með starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSK í síðustu viku. Starfsmerkin hlutu þær fyrir störf sín fyrir UMFÍ og UMSK í gegnum tíðina. Tilefnið var að báðar gengu þær úr stjórn UMSK á ársþinginu.

16. febrúar 2018
Geggjuð ráðstefna um hreyfingu eldri borgara
„Þetta var alveg geggjuð ráðstefna. Það sem stendur upp úr að bylting hefur orðið í öldrunarmálum á örfáum árum. Með aukinni hreyfingu er fólk að bæta góðum árum við lífið,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

14. febrúar 2018
Félög UMSK ætla að standa saman gegn kynbundnu ofbeldi
„Fyrst og fremst lít ég á þetta sem tækifæri og er afar jákvæð fyrir komandi tímum. Ég er sannfærð um að við í stjórninni munum vinna góða hluti saman,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir. Hún er nýjasti og yngsti stjórnarmaðurinn í stjórn UMSK.

14. febrúar 2018
Líf og fjör á íþrótta- og leikjadegi FÁÍA
„Þetta gekk allt saman mjög vel hjá okkur,“ segir Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA). Félagið var með Íþrótta- og leikjadag aldraðra í íþróttahúsi Seljaskóla í dag.

12. febrúar 2018
Blakið slær í gegn á Hvammstanga
Blakdeild Ungmennafélagsins Kormáks fékk í nóvember úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ 100.000 króna styrk til uppbyggingar blakíþróttar á sambandssvæði Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH). Sveinbjörg Grétarsdóttir segir það skipta miklu fyrir uppgang blaksins á Hvammstanga.

08. febrúar 2018
Íþróttaveisla í undirbúningi á Sauðárkróki
„Landsmótið á Sauðárkróki er eitt af þeim verkefnum sem ég er hvað spenntastur fyrir,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ. Hann hefur skipulagt mótin frá árinu 2004 og er um þessar mundir á fullu að undirbúa Landsmótið á Sauðárkróki í sumar.

06. febrúar 2018
Ungmennabúðir í Sælingsdal opnar til maíloka 2019
Anna Margrét Tómasdóttir er forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. Húsnæðið var selt í byrjun árs. UMFÍ er með samning um starfsemi búðanna til loka maí 2019. „Fólk stoppar mig úti á götu til að spyrja hvort við ætlum að starfa áfram,,“ segir Anna Margrét.