Öllum flokkum

30. júlí 2024
Allt á fullu fyrir Unglingalandsmót
„Við höfum undirbúið Unglingalandsmót UMFÍ svo vel síðustu mánuði að ekkert getur komið okkur á óvart. Fólk hefur haft áhyggjur af tjaldsvæði mótsins í Borgarnesi enda þarf það að þola gríðarlegan fólksfjölda, stór hjólhýsi og bíla,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.

29. júlí 2024
Mótaskrá ULM 2024
Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótaskránni eru ávörp, kort af mótssvæði, dagskrá og margt fleira.

29. júlí 2024
Viltu skoða skráningu og liðið þitt?
Lokað var fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ klukkan 16:00 í dag. Við höfum fengið nokkuð af fyrirspurnum frá fólki um skráningu í greinar og heiti liða. Við höfum tekið saman leiðbeiningar um það hvernig fólk getur skoðað liðið sitt.

29. júlí 2024
Hvernig skrái ég í greinar?
Eftirvæntingin er heilmikil fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Skráning er opin í greinar til klukkan 16:00 í dag. En sum spyrja: Hvar skrái ég í greinar?

28. júlí 2024
Algengar spurningar
Hvað ... og hvernig? Við höfum tekið saman lista yfir helstu spurningar sem fólk veltir fyrir sér. Geta öll tekið þátt? Gengur strætó frá tjaldsvæði að íþróttasvæði? Má koma með dýr? Svarið í öllum tilvikum er já. Ertu með spurningu?

28. júlí 2024
Styttist í mótahelgi í Borgarnesi
Fjölskyldan hefur heilmikið að gera saman á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Allskonar fyrir alla fylgir með í þátttökugjaldi á mótið.

26. júlí 2024
Íslenskar getraunir og ólögleg veðmálafyrirtæki
Þau sem spila á þessum veðmálasíðum eru 14-sinnum líklegri til að þróa með sér spilavanda og spilafíkn þau sem gera það ekki. Leikir Íslenskra getrauna hafa hins vegar engin markæk tengsl við spilavanda og spilafíkn.

19. júlí 2024
Geta amma og afi tekið þátt í Unglingalandsmóti?
Amma og afi og frændur og frænkur geta verið á tjaldsvæðinu með Siggu litlu og Nonna á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Enda er mótið fjölskylduhátíð. Aðeins þarf að greiða fyrir rafmagn á svæðinu.

16. júlí 2024
Eruð þið að koma í fyrsta sinn á Unglingalandsmót?
Það er ýmislegt sem gott er að vita í aðdraganda Unglingalandsmóts UMFÍ. Mótið fer fram í Borgarnesi dagana 1. - 4. ágúst. Það er fyrir öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára og fjölskyldur þeirra og geta öll verið með sem vilja.