Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

25. ágúst 2022

Vel heppnað hundahlaup

„Það sést á andlitum þátttakenda að þetta var stórkostlegt hlaup!‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og einn skipuleggja Hundahlaups UMFÍ og Non-stop dogwear sem fram fór í fyrsta sinn síðdegis í dag.

24. ágúst 2022

Á fullu að undirbúa starfið í Ungmenna- og skólabúðunum

Allt er á fullu við undirbúning skólaársins í Ungmenna- og skólabúðunum enda von á fyrstu nemendunum í dvöl í búðunum í næstu viku. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður þeirra og settist hann niður með starfsmönnum beggja búða í vikubyrjun til að stilla saman strengi fyrir veturinn.

21. ágúst 2022

Hundahlaupið markar tímamót

„Hér er mikill áhugi á Hundahlaupinu enda geta allir hundar tekið þá í því með eigendum sínum,‟ segir dýrahjúkrunarfræðingurinn og sjúkraþjálfarinn Kolbrún Arna Sigurðardóttir um Hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear sem fram fer á fimmtudag.

19. ágúst 2022

Láttu drauminn rætast!

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði - láttu drauminn rætast í september. Markmið ráðstefnunnar er gleði og þátttaka. Dagskráin er pökkuð af alls konar skemmtileg heitum. Allt ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára er velkomið!

17. ágúst 2022

Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt

Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst á Seltjarnarnesi. Viðburðurinn er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og hundrað ára afmæli UMSK 2022.

12. ágúst 2022

Of góð aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar

Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar er svo gríðarlega góð að ákveðið hefur verið að loka fyrir skráningu í hlaupið. Allir þátttakendur fá úthlutaða rástíma í hlaupið síðar í dag.

12. ágúst 2022

UMFÍ tekur við rekstri Skólabúðanna að Reykjum

„Þetta er ánægjulegur dagur. Við erum spennt fyrir samstarfinu,‟ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, skrifuðu í dag undir samning um rekstur Skólabúðanna að Reykjum.

11. ágúst 2022

Drullugasta hlaup landsins haldið í fyrsta sinn

„Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni, sem er bakhjarl Drulluhlaups Krónunnar.

11. ágúst 2022

Ertu hress leiðbeinandi eða kryddleginn hjálparkokkur í eldhúsi?

UMFÍ er að taka við rekstri Skólabúða á Reykjum í Hrútafirði frá hausti 2022. Við erum búin að manna í stöður en viljum gera aðeins betur og leitum eftirfarandi starfsmanna í full störf. Okkur vantar leiðbeinanda og aðstoð við matráð í eldhúsinu. Ertu memm?