Laugardagur 2. ágúst
16:00-20:00
Selskógur
Úrslit birtast í Monrad (kemur inn síðar)
Aldurs- og kynjaflokkar
- Stúlkur 11 - 12 ára
- Stúlkur 13 - 14 ára
- Stúlkur 15 - 18 ára
- Piltar 11 - 12 ára
- Piltar 13 - 14 ára
- Piltar 15 - 18 ára
Keppnin fer fram á nýjum velli í Selskógi.
Keppnisfyrirkomulag / reglur
Völlurinn er 9 holur.
Reglurnar eru einfaldar og almennar.
Keppnin er opin frá 16:00-20:00 og það er hægt að koma við á þeim tíma og keppa.
11-12 ára stelpur og piltar keppa í 6 holum, þar sem holulengd er 20-40 metrar.
13 -14 ára fara 9 holur þar sem holulengd er 20-40 metrar.
Þátttakendur 15 ára og eldri hafa möguleika á að velja um tvo styrkleikaflokka:
- Rauður teigur (byrjendur) 20-40 metrar
- Hvítur teigur (lengra komnir) 60-100m.
Þau sem skrá sig á hvíta teiga í skráningunni fá svo skilaboð dagana fyrir varðandi tímasetningu fyrir hollin.