Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar

Frjálsar íþróttir

Fjöldi greina eru í boði á mótinu. Nú er tækifæri til þess að prófa nýjar greinar.

Tímaseðill

Hér er að sjá tímaseðil í frjálsum íþróttum.

Það er enn verið að vinna í uppröðun á nokkrum greinum sem gæti verið ástæða þess að nafn birtist ekki ....þetta kemur allt með kalda vatninu! :)


Upplýsingar frá mótsstjórn pdf. 

 

Aldurs- og kynjaflokkar

11 ára piltar
12 ára piltar
13 ára piltar
14 ára piltar
15 ára piltar
16 - 17 ára piltar
18 ára piltar

11 ára stúlkur
12 ára stúlkur
13 ára stúlkur
14 ára stúlkur
15 ára stúlkur
16 - 17 ára stúlkur
18 ára stúlkur

 

Keppnisfyrirkomulag

11 ára piltar og stúlkur:
60 m hlaup
600 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast

12 ára piltar og stúlkur
60 m hlaup
600 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast

13 ára piltar og stúlkur
100m hlaup
80m grind
600 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast
Kringlukast

14 ára piltar og stúlkur
100 m hlaup
80 m grind
800 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast
Kringlukast

15 ára piltar og stúlkur
100 m hlaup
80m grind stúlkur / 100m grind piltar
800 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast
Kringlukast

16 - 17 ára piltar og stúlkur
100 m hlaup
100m grind stúlkur / 110m grind piltar
800 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast
Kringlukast

18 ára piltar og stúlkur
100 m hlaup
100m grind stúlkur / 110m grind piltar
800 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Langstökk
Hástökk
Kúluvarp
Spjótkast
Kringlukast

Reglur

13 ára og yngri komi í nafnakall 30 mín. fyrir fyrstu grein – þau fylgjast síðan að í gegnum keppnisdaginn.14 ára og eldri mæta einnig í nafnakall 30 mín fyrir keppni. Nafnakalli líkur 2 mín fyrir upphaf keppni.

Ef keppandi/fulltrúi mætir ekki í nafnakall fellur keppnisréttur niður.

Líklega verður skipt upp í 2 keppnishópa eftir stafrófsröð í flokkum 13 ára og yngri.

18 ára keppa í öllum tilfellum með 16-17 ára – ath þyngdir áhalda, grindahlaup þó ekki eins.

Einstaklingur má keppa í einu boðhlaupi og verður að vera skráður í mótið.

Skrá skal boðhlaupsveitir í nafnakall fyrir kl.18:30 á föstudag

Keppendur með eigin áhöld skili þeim inn til keppni fyrir kl 11.00 á föstudag (ath ekki er reiknað með að 13 ára keppendur og yngri komi með eigin áhöld).

Keppandi má keppa upp fyrir sig í boðhlaupi ef hann keppir ekki í sínum aldursflokki.

Keppandi má keppa upp fyrir sig í aldursflokki ef greinin er ekki í boði í hans aldursflokki.

Langstökk: Allir keppendur fá eitt æfingastökk og fjögur stökk mæld.

Spjótkast, kringlukast, kúluvarp: Allir keppendur fá eitt æfingakast og fjögur köst mæld.

Einungis keppendur í viðkomandi grein mega vera innan vallar á meðan keppni stendur.

Spretthlaup
Í flokkum 13 ára og yngri gilda tímar til úrslita – engin úrslitahlaup.
Raðað er í riðla, 14 ára og eldri, eftir árangri.
Átta bestu tímarnir vinna sér keppnisrétt til úrslitahlaups.
Ef keppendur eru 8 eða færri í flokki fellur undanúrslitahlaup niður og verður hlaupið til úrslita samkvæmt tímaseðli.
Í 600 m, 800 m og boðhlaupum ráða tímar úrslitum.

Langstökksreglur
Fjögur stökk mæld í öllum flokkum. Eitt æfingastökk áður en keppni hefst.
11 ára 1 m. svæði, 12 og 13 ára 50 cm. svæði.
Líma fyrri rönd á svæði niður og nota leir við enda svæðisins, má ekki stíga á leir en má stíga á planka.
Línurnar eru utan svæðis og má ekki stíga á þær.
Mælt frá tá á svæði, ef stokkið er aftan við svæði er mælt frá enda svæðis (lengra frá gryfju).
Mælt frá uppstökksstað að aftasta marki lendingarstaðar þó það sé á ská.
Hafa keilu hjá upphafi og enda svæðis.

14 ára og eldri planki
Mælt frá planka að aftasta marki lendingarstaðar, ekki á ská.
Stökk ekki gilt fyrr en stökkvari er kominn uppúr gryfju.
Má ekki ganga aftur úr gryfjunni, verður að fara út úr henni fyrir framan lendingarstað.
Má ekki snerta gryfjukant eða svæði utan gryfju í lendingu, t.d.

  • Ekki gilt ef stökkvari drífur ekki út í gryfju!
  • Alltaf mælt frá aftasta marki sama eftir hvaða líkamshluta það er.
  • Mælt bara í heilum cm. og alltaf lækkað niður.


Hástökksreglur
Stokkið er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ, þrjár tilraunir við hverja hæð.
Séu keppendur fleiri en 25 í hástökki mun hópnum verða skipt upp eftir stafrófsröð.

Byrjunarhæðir og hækkanir:
11 ára bæði kyn: 0,90m , 1,00 m, 1,07 m,  1,14 m, 1,19 m, 1,24 m, 1,27 m, +3cm
12 ára bæði kyn: 0,95m, 1,05 m, 1,12 m, 1,19 m, 1,24 m, 1,29 m, 1,34 m, 1,39 m, +3cm.
13 ára stúlkur: 1,10 m, 1,20 m, 1,27 m, 1,34 m, 1,39 m, 1,44m , 1,49 m, 1,52 m, +3cm.
13 ára piltar: 1,15 m, 1,25 m, 1,32 m, 1,39 m, 1,44 m, 1,49 m, 1,54 m, 1,57 m, + 3cm.
14 ára stúlkur: 1,15 m, 1,25 m, 1,32 m, 1,39 m, 1,44 m, 1,49 m, 1,54 m, 1,57 m, +3cm.
14 ára piltar: 1,20 m, 1,30 m,  1,37 m, 1,44 m, 1,49 m, 1,54 m, 1,59 m, 1,64 m, 1,67 m, +3cm.
15 ára stúlkur: 1,25 m, 1,35 m, 1,42 m, 1,47 m, 1, 52 m, 1,57 m, 1,60 m, +3cm.
15 ára piltar: 1,30 m, 1,40 m, 1,47 m, 1,52 m, 1,57 m, 1,62 m, 1,65 m, 1,68, +3cm.
16-18 ára stúlkur: 1,30 m, 1,40 m, 1,47 m, 1,52 m, 1,57 m, 1,62 m, 1,65 m, +3cm.
16-18 ára piltar: 1,40 m, 1,50 m, 1,57 m, 1,64 m, 1,69 m, 1,74 m, +3cm.

Spretthlaup
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
Keppt verður í undanrásum í öllum spretthlaupum. Átta bestu tímar komast í úrslit.

Ef keppendur í undanrásum eru fleiri en 32 þá verður keppt í A og B úrslitum, 16 bestu tímarnir fara í úrslit, keppandi í B úrslitum getur unnið hlaupið.
Ef keppendur eru 8 eða færri í flokki þá verður hlaupið beint úrslitahlaup.
11 ára bæði kyn 60 m.
12 ára bæði kyn 60 m.
13 ára bæði kyn 100m.
14 ára bæði kyn 100 m.
15 ára bæði kyn 100 m.
16 ára og eldri bæði kyn 100 m.

600m hlaup
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
Tímar gilda hjá öllum aldurshópum, engin úrslitahlaup.
Raðað tilviljunarkennt (e random) í riðla.
11, 12 og 13 ára bæði kyn 600 m.

800m hlaup
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
Tímar gilda hjá öllum aldurshópum, engin úrslitahlaup.
14, 15, 16-18 ára bæði kyn 800 m.

4x100m boðhlaup
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
Skráning í boðhlaup skal berast í nafnakall fyrir kl 18.00 á föstudeginum.
Raðað tilviljanakennt (e. random) í riðla.
11, 12, 13, 14, 15, 16-18 ára bæði kyn 4x100 m.

Kúluvarp
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
11 ára bæði kyn 2 kg. kúla
12 til 13 ára piltar 3 kg. kúla
12 til 13 ára stúlkur 2 kg. kúla
14 til 15 ára piltar 4 kg. kúla
14 til 15 ára stúlkur 3 kg. kúla
16 til 17 ára piltar 5 kg. kúla
16 til 17 ára stúlkur 3 kg. kúla
18 ára piltar 6 kg. kúla
18 ára stúlkur 4 kg. kúla

Spjótkast
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
11 til 13 ára bæði kynin 400 gr spjót
14 til 15 ára piltar 600 gr spjót
14 til 15 ára stúlkur 400 gr spjót
16 til 17 ára piltar 700 gr spjót
16 til 17 ára stúlkur 500 gr spjót
18 ára piltar 800 gr spjót
18 ára stúlkur 600 gr spjót

Kringlukast
Keppt er samkvæmt hefðbundnum reglum FRÍ.
13 ára piltar 600 g kringla
13 ára stúlkur 600 g kringla
14 ára piltar 1,0 kg kringla
14 ára stúlkur 600 g kringla
15 ára piltar 1,0 kg kringla
15 ára stúlkur 600 gr kringla
16 til 17 ára piltar 1,5 kg kringla
16 til 17 ára stúlkur 1 kg kringla
18 ára piltar 1,75 kg kringla
18 ára stúlkur 1 kg kringla