Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar

Hjólreiðar

Hér þarf að muna að mæta með hjólið með sér!

Aldurs- og kynjaflokkar

Stúlkur 11 - 14 ára ca. 10 km  
Drengir 11 - 14 ára ca. 10 km  
Stúlkur 15 - 18 ára ca. 20 km  
Drengir 15 - 18 ára ca. 20 km  

 

Keppnisfyrirkomulag

Keppendur mæta fyrir framan Hús Frítímans ekki síðar en hálftíma fyrir ræsingu og fá öryggisvesti. 
Allir keppendur verða ræstir á sama tíma. 
Yngri flokkur: 11 - 14 ára.
Eldri flokkur: 15 - 18 ára. 

 

Reglur

  • Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni.
  • Allir keppendur fá afhent öryggisvesti með númeri og verða að hjóla í því allan tímann með númerið vel sýnilegt. 
  • Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur. 
  • Allir keppendur skulu hafa blikkandi ljós aftan á reiðhjólum. 
  • Reiðhjólið skal hafa fram- og aftur bremsur í lagi auk alls annars öryggisbúnaðar. 
  • Hjóla skal alla leiðina á sama hjóli. Keppandi má þó skipta um hluti ss. dekk, slöngur og gjarðir í keppni.
  • Utanaðkomandi aðstoð er ekki leyfð. 
  • Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því, t.d. standari, bögglaberi, bretti o.s.frv. sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur. 
  • Hjólið skal drifið af mannafli, en ekki raforku, eða öðrum hreyflum. 
  • Ekki er leyfilegt að nýta sér skjól (e. draft) af utanað komandi farartæki. 
  • Keppnin fer fram á opnum vegum og ber keppendum að virða umferðarreglur öllum stundum, t.d. þegar bílum er mætt, þegar hjólað er út á akbraut og á snúningspunkti. Keppendur mega ekki hjóla á móti umferð og fara yfir miðlínu vegar. 
  • Keppandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum keppendum eða vegfarendum í hættu. Keppendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun. 
  • Hægfara keppandi skal alltaf víkja (til hægri) fyrir hraðari keppendum.