Öllum flokkum
04. ágúst 2020
Þjónustumiðstöð UMFÍ komin úr sumarfríi
Vakin er athygli á því að þjónustumiðstöð UMFÍ er opin á ný eftir sumarfrí. Sjáumst kát og hress og full af ungmennafélagsanda.

31. júlí 2020
Ítarleg tilmæli yfirvalda um íþróttastarf fullorðinna
Tilmæli hafa borist frá yfirvöldum um áhrif hertra aðgerða á íþróttastarf fullorðinna (þ.e. þeirra sem eru fæddir árið 2004 og eldri). Mælt er til þess að gera hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst. Snertilausar íþróttir mega halda áfram eftir því sem hægt er.

30. júlí 2020
Hertari aðgerðir vegna COVID-19
Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn COVID-19 og taka þær gildi á hádegi á morgun, föstudaginn 31. júlí. Fjöldatakmörkun miðast við 100 einstaklinga í stað 500 áður.

30. júlí 2020
Upplýsingar frá yfirvöldum á leiðinni
ÍSÍ og UMFÍ hafa verið í samskiptum við yfirvöld og Almannavarnir vegna mögulegra áhrifa hertra aðgerða vegna COVID-19 á íþróttastarf. Mjög líklegt er að svör við ýmsum spurningum íþróttahreyfingarinnar verði gefin formlega út á morgun, föstudag.

22. júlí 2020
Frábært tækifæri í Ungmennabúðum UMFÍ!
UMFÍ leitar að frístundaleiðbeinanda í 100% starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með 14-15 ára ungmennum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.

20. júlí 2020
Guðmunda er nýr framkvæmdastjóri ÍA
Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA). Hún tekur við starfinu af Hildi Karen Aðalsteinsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Guðmunda kemur frá ÍR.

20. júlí 2020
Þjónustumiðstöð UMFÍ í sumarfríi fram yfir verslunarmannahelgi
Vegna óvenjulegra og fordæmalausra aðstæðna verður skrifstofa UMFÍ í Reykjavík lokuð vegna sumarleyfa frá 20.júlí til 4.ágúst næstkomandi. Sjáumst kát og hress eftir verslunarmannahelgina.

17. júlí 2020
Fyrrverandi formaður Þróttar Vogum látinn
Baldvin Hróar Jónsson, fyrrverandi formaður ungmennafélagsins Þróttar Vogum, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn fertugur að aldri. Hann var jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju í dag, föstudaginn 17. júlí.

16. júlí 2020
Ráð í útivist með börnum
Fátt er skemmtilegra en að fara út í náttúruna með fjölskyldunni. Enda öllum hollt að njóta útiveru daglega. Heilinn græðir á því. Í Göngubók UMFÍ má finna ýmis góð ráð fyrir skemmtilegt sumar. Þar á meðal eru alls konar ráð í útivist með börnum.