Öllum flokkum

15. mars 2019
Davíð hlaut starfsmerki UMFÍ
Davíð Sveinsson var heiðraður með starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem fram fór á fimmtudag.

14. mars 2019
Velferðarráðherra styrkir UMFÍ til að halda áfram með verkefnið Vertu með!
UMFÍ hlaut á dögunum 1,2 milljóna króna styrk velferðarráðherra í tengslum við verkefnið Vertu með! Verkefnið er liður í því að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Styrkfénu verður varið í næstu skref verkefnisins.

11. mars 2019
Jöfn kynjahlutföll í stjórn Keflavíkur
Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir eru nýjar í stjórn Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi. Með innkomu þeirra eru kynjahlutföll stjórnarinnar jöfn í fyrsta sinn. Jónína segir spennandi að setjast í stjórn félagsins.

08. mars 2019
Fjöldi fólks fagnaði nýjum Ungmennabúðum á Laugarvatni
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, skrifuðu í gær undir samning um íþróttamiðstöðina á Laugarvatni. Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ flytja þangað í sumar. Ungmenna- og íþróttafélög geta nýtt aðstöðuna þegar starfsemi er ekki í húsinu.

08. mars 2019
Niðurtalningin er hafin
Niðurtalningin fyrir ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 er hafin.

08. mars 2019
Guðmundur sæmdur gullmerki og Bragi nýr formaður
Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum í Lundareykjadal í Borgarfirði var sæmdur gullmerki UMFÍ á 97. sambandsþingi UMSB sem haldið var á miðvikudag. Á sama tíma varð breyting á stjórn sambandsins og tók Bragi Þór Svavarsson við sem sambandsstjóri UMSB.

04. mars 2019
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ opna á Laugarvatni í haust
Fulltrúar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og UMFÍ skrifa undir samning um íþróttamiðstöðina á Laugarvatni á fimmtudag. Nú er síðasti vetur ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum. Starfsemi búðanna flyst yfir á Laugarvatn í sumar og opna þær í flottu húsnæði á nýjum stað í haust.

01. mars 2019
Gunni Helga sæmdur starfsmerki UMFÍ
Gunnar Júlíus Helgason var sæmdur starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Ungmennafélags Þróttar á miðvikudag. Guðmundur Sigurbergsson, sem situr í stjórn UMFÍ, mætti á fundinn og sæmdi Gunnar starfsmerkinu. Árið 2007 gekk Gunnar með frænda sínum þvert yfir Ísland á 20 dögum í áheitagöngu til styrktar UMFÞ.

28. febrúar 2019
Petra er nýr formaður Ungmennafélagsins Þróttar
Petra Ruth Rúnarsdóttir var á aðalfundi Ungmennafélagsins Þróttar í gærkvöldi kjörin nýr formaður. Petra er 25 ára og hefur verið varamaður í stjórn félagsins síðastliðin tvö ár. Hún er þriðja konan til að verma formannsstól Ungmennafélagsins Þróttar síðastliðin 20 ár.