Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

01. ágúst 2017

Fleiri koma frá UMSS á Unglingalandsmót en áður

„Við erum mjög spennt fyrir Unglingalandsmótinu,“ segir Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina eru skráðir 82 keppendur frá UMSS. Þetta er mjög góð þátttaka.

01. ágúst 2017

Spá fínasta veðri á Egilsstöðum

Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar á Egilsstöðum, dró fána UMFÍ að húni í gær á einni af fánaborgunum sem búið er að koma fyrir á Egilsstöðum. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

31. júlí 2017

Meiri tími til að skrá sig á Unglingalandsmót UMFÍ

Keppendur eru enn að skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Við höfum því lengt frestinn til að skrá sig, ungmenni og vini á mótið. Fresturinn verður til miðnættis á þriðjudagskvöld.

29. júlí 2017

Tvíburabræður keppa saman í sjö greinum á Unglingalandsmóti

„Okkur finnst gaman að fara út á land og keppa með vinum okkar,“ segir Einar Andri Briem. Hann og tvíburabróðir hans Helgi Hrannar, hafa skráð sig í sjö mismunandi greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

28. júlí 2017

Allt um Unglingalandsmót UMFÍ í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Skinfaxi, tímarit UMFÍ, er komið út. Þetta er þriðja tölublað ársins. Dreifing stendur nú yfir á blaðinu um allt land. Aðalumfjöllunarefnið er Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

27. júlí 2017

Jói Fel keppir í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ

„Þetta er mjög skemmtilegt, ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist en sýnir að maður hefur gert eitthvað rétt í gegnum tíðina,“ segir landsþekkti bakarinn og sjónvarpskokkurinn Jói Fel.

27. júlí 2017

Hvað eiga Prumpandi einhyrningar og Skagfirska mafían sameiginlegt?

Jú, þetta eru lið sem hafa skráð sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Á meðal annarra frumlegra nafna á liðum keppenda eru Sykurpúðarnir, Selfossdætur og Bleiku pardusarnir.

25. júlí 2017

Eldheitir fljúgandi Danir verða á Egilsstöðum

Danski fimleika- og sýningahópurinn Motus Teeterboard mætir á Unglingalandsmót UMFÍ 2017 á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í boði íslenska fyrirtækisins Motus. Fimleikahópurinn samanstendur af kraftmiklum strákum sem slógu í gegn í dönsku hæfileikakeppninni Danmark Har Talent.

24. júlí 2017

Börn Hákonar prófa margar greinar

„Unglingalandsmót UMFÍ er skemmtilegt. Þar geta börnin prófað ýmsar greinar sem þau hafa aðeins séð í sjónvarpi og aldrei prófað áður. Svo eru börnin í öruggu umhverfi og njóta þess að vera í góðra vina hópi. Foreldrarnir geta því alveg slakað á,“ segir Hákon Sverrisson.