Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

06. febrúar 2018

Ungmennabúðir í Sælingsdal opnar til maíloka 2019

Anna Margrét Tómasdóttir er forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. Húsnæðið var selt í byrjun árs. UMFÍ er með samning um starfsemi búðanna til loka maí 2019. „Fólk stoppar mig úti á götu til að spyrja hvort við ætlum að starfa áfram,,“ segir Anna Margrét.

05. febrúar 2018

Nemendur HÍ áhugasamir um UMFÍ

Sextán nemendur Íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands komu ásamt einum kennara sínum í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík í dag. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, tók á móti hópnum og fræddi gestina um sögu UMFÍ og það sem framundan er í starfseminni.

02. febrúar 2018

Nú er opið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Sjóðurinn er fyrir börn og ungmenni á frá 6 – 25 ára aldurs og ætlaður til þess að Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. Verkefni UMFÍ, sambandsaðila og Æskulýðsvettvangsins hafa fengið styrki.

02. febrúar 2018

Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Nú er búið að opna yfir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram sem næst 1. maí.

02. febrúar 2018

Nú er hægt að sækja um styrki í Umhverfissjóð UMFÍ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 15. apríl ár hvert.

01. febrúar 2018

Viðbragðsáætlun vakni grunur um brot innan félags

Kynferðisbrot líðast ekki innan félagasamtaka Æskulýðsvettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og er óheimilt að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins hefur nú verið gefin út fyrir félagasamtök sem að honum standa.

31. janúar 2018

Viltu koma í partý?

Nú líður senn að 3ja umræðupartýi UMFÍ. Viðbuðurinn fer fram föstudaginn 2. febrúar í Egilshöllinni, Grafarvogi. En hvað er umræðupartý? Smelltu og lestu allt um viðburðinn hér.

30. janúar 2018

Árborg og Hafnarfjörður skilyrða félög til að setja sér siðareglur og fræða

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skorar á sveitarfélög landsins að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga.

29. janúar 2018

Allir verða að upplifa Laugar í Sælingsdal

Nemendur í 9. bekk í Varmahlíðarskóla í Skagafirði fóru í fyrsta sinn í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Aðstoðarskólastjórinn segir krakkana í skýjunum eftir dvölina og er búinn að panta pláss aftur á næsta ári.