Öllum flokkum

04. apríl 2022
Nýtt starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ
Í dag verður opnað fyrir nýtt starfsskýrslu kerfi ÍSÍ og UMFÍ í nýju kerfi. Með tilkomu nýja kerfisins er stigið stórt skref til framfara í að bæta og einfalda skil.

04. apríl 2022
UMFÍ og ÍSÍ taka í notkun nýtt skýrsluskilakerfi Abler
„ Í dag eru tímamót hjá íþróttahreyfingunni. Það er von okkar að með nýju skýrsluskilakerfi fáum við tækifæri til að fá enn skýrari mynd um stöðu skipulags íþróttastarfs á landsvísu“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í tilefni af því að nýtt kerfi Abler var tekið í notkun í dag.

31. mars 2022
Sigmar hjá USVS sæmdur Gullmerki UMFÍ
Sigmar Helgason, fyrrverandi formaður USVS, var sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi USVS, sem fram fór á Hótel Laka á þriðjudag. Á þinginu var þeim Kristínu Lárusdóttur, Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur og Evu Dögg Þorsteinsdóttur jafnframt veitt starfsmerki fyrir störf þeirra í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs.

31. mars 2022
Ásmundur Einar: Hagsæld samfélags fólgin í góðum aðstæðum barna og ungmenna
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út sína fyrstu stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Ásmundur Einar Daðason kynnti stefnuna við setningu á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2022 – Tækifæri og áskoranir í nýju landslagi í morgun.

29. mars 2022
Opnað verður fyrir starfsskýrsluskil í nýju kerfi 4. apríl
Starfsskýrsluskil sambandsaðila UMFÍ, ÍSÍ og aðildarfélaga þeirra fer fram í nýju skilakerfi að þessu sinni. Lokið er við prófanir á nýju kerfi og verður formlega opnað fyrir starfsskýrsluskil í því 4. apríl næstkomandi. Frestur til að skila skýrslum er til 1. maí.

25. mars 2022
UMFÍ í heimsókn hjá Viken í Noregi
Um 40 manna sendinefnd frá UMFÍ og aðildarfélögum um allt land er nú stödd í Osló í Noregi í heimsókn hjá íþróttahéraðinu Viken. Norsku íþróttahéröðin eru ellefu talsins, jafn mörg og fylkin í landinu. Viken er það fjölmennasta, þar eru 1,2 milljón íbúar og myndar það kraga utan um Oslóarborg.

18. mars 2022
Jón Sverrir er nýr formaður HSÞ
Formannsskipti urðu á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga, sem fram fór á Tjörnesi um síðustu helgi. Jónas Egilsson stóð upp úr sæti formanns eftir fjögurra ára setu og tók sæti hans Jón Sverrir Sigtryggsson.

15. mars 2022
Fjöldi viðurkenninga á ársþingi UMSS
„Þetta fór allt mjög vel þótt fáir mættu því COVID-faraldurinn herjar grimmt á Skagfirðinga,“ segir Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) um 102. ársþing sambandsins. Gunnar og Bjössi Hansen voru sæmdir gullmerki UMFÍ og Klara, Jóhannes og Helga fengu starfsmerki

10. mars 2022
Þróttur Reykjavík: Ná til erlendra iðkenda
„Það þarf að greina starfið með tilliti til þátttöku barna af erlendum uppruna,“ segir María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar, sem fékk styrk úr síðustu úthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir verkefnið Ná til erlendra iðkenda.