Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

03. júlí 2017

Fimmtíu Íslendingar frá UMFÍ kynna sér landsmót Dana

„Það er mjög áhugavert að sjá hversu vel borgaryfirvöld í Álaborg vinna með íþróttahreyfingunni að landsmótinu og hvað borgarbúar tóku mikinn þátt í mótinu. Þetta var allt saman mjög grand,“ segir Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) og stjórnarmaður í UMFÍ.

27. júní 2017

Tapaði fyrir bróður sínum í fyrsta sinn

„Jón bróðir ætlaði ekki að tapa fyrir mér, lagði hart að sér í sprettinum og vann. En síðan fékk hann krampa í fótinn, tognaði eða reif vöðva og gat ekki keppt meira við mig,“ segir Pétur Ingi Frantzson í Hveragerði.

25. júní 2017

Frábær lokadagur í Hveragerði

Landsmóti UMFÍ 50+ var slitið í Hveragerði um miðjan dag í dag að loknu hinu landsfræga stígvélakasti. Mótið hefur staðið yfir alla Jónsmessuhelgina í Hveragerði og tæplega 600 manns keppt í fjölda greina af ýmsu tagi.

24. júní 2017

Svona er dagskráin í Hveragerði í dag

Það er nóg að gera á Landsmóti UMFÍ 50+ í dag, laugardaginn 24. júní. Dagurinn hófst með jóga í Listigarðinum klukkan átta í morgun og var svo blásið til keppni í golfi, utanvegahlaupi, skák og bridds. Margar fleiri greinar eru ótaldar.

23. júní 2017

Hér er hægt að sjá úrslitin

Úrslit liggja fyrir í 1. riðli í boccía á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði. Nú liggur fyrir hvaða lið komust áfram.

23. júní 2017

Hafa ekki sést í 40 ár

„Það er gaman að hittast eftir þetta langan tíma,“ segja þeir Einar, Sveinn og Gunnlaugur frá Siglufirði, sem fylgdust með konum sínum keppa í boccía á Landsmóti UMFÍ 50+ sem hófst í Hveragerði í morgun. Mótið stendur fram á sunnudag. Þremenningarnir hafa ekki hist í 40 ár eða síðan árið 1977.

23. júní 2017

Fyrstu gestirnir komnir í Hveragerði

„Hér er mjög gott og skemmtilegt að vera. Það rigndi reyndar örlítið nú í morgun. En veðrið er að lagast, það verður sól og hlýja á morgun,“ segir Flemming Jessen, sérgreinarstjóri í boccía og einn skipuleggjenda Landsmóts UMFÍ 50+.

22. júní 2017

Upplýsingar fyrir Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er rétt handan við hornið. Mótsstjórn opnar í grunnskólanum í bænum síðdegis og verður hún opin til klukkan 22:00 í kvöld. Þeir sem eiga í vandræðum með skráningu á mótið geta haft samband við hana, annað hvort komið við í skólanum eða hringt í síma 868 4382.

20. júní 2017

Enn hægt að skrá sig í einstaklingsgreinar í Hveragerði

Enn er opið fyrir skráningar í einstaklingsgreinar og valdar liðagreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um næstu helgi, dagana 23.-25. júní. Almennt er þó búið að loka fyrir skráningu flestra greina fyrir hópa.