Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

23. apríl 2025

Gyða endurkjörin formaður ÍA

Gyða Björk Bergþórsdóttir var endurkjörinn formaður Íþróttabandalags Akraness (ÍA) á 81. Ársþingi bandalagsins sem fram fór í byrjun mánaðar.

16. apríl 2025

Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð

Hægt að sækja um í annað sinn í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna.

14. apríl 2025

Ingvar og Lilja sæmd Gullmerki UMFÍ

Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), og Lilja Sigurðardóttir, varaformaður ÍBR, voru sæmd Gullmerki UMFÍ á þingi bandalagsins á fimmtudag í síðustu viku.

09. apríl 2025

Vel mætt á þing USVH

Fulltrúar aðildarfélaga Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) fjölmenntu á 84. héraðsþing þegar það fór fram í félagsheimilinu Víðihlíð í Víðidal í gær. Af 26 atkvæðabærum félögum voru 23 fulltrúar mættir, sem er í meira lagi.

09. apríl 2025

Gunnar sæmdur Gullmerki UMFÍ

Gunnar Kristjánsson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á 84. héraðsþingi HHSH á dögunum. Á sama tíma fengu þau Kristján Ríkharðsson og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir starfsmerki UMFÍ. Garðar Svansson var heiðraður eftir 30 ár í stjórn.

07. apríl 2025

Steinn Björgvin sæmdur gullmerki UMFÍ

Steinn Björgvin Jónasson var sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í lok mars. Þingið fór vel og var stjórnin endurkjörin, með Benedikt Jónsson í formannsætinu. 

03. apríl 2025

Hagræði að íþróttafélög sameinist stærri heildum

Hagræði fylgir því að sameina íþróttafélög inn í stærri heildir, að sögn Sævars Péturssonar, framkvæmdastjóra KA. Hann var með erindi um sameiningu KA og Fimleikafélags Akureyrar á formannafundi Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) í síðustu viku.

03. apríl 2025

Jóhanna endurkjörin formaður UDN

Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson fengu starfsmerki UMFÍ á 104. sambandsþingi Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) í gær. Jóhanna Sigrún Árnadóttir var endurkjörin formaður UDN.

02. apríl 2025

Laust starf svæðisfulltrúa á Vestfjörðum

Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum og lýðheilsu og vilt hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið? Þrífst þú vel í síbreytilegu vinnuumhverfi og vinnur vel með öðrum? Ef svarið er já erum við með spennandi starf svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Vestfjörðum fyrir þig!