Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

05. febrúar 2024

Sandra tekur við keflinu hjá HK

„Það eru mörg tækifæri í HK og mikið af öflugu fólki. Spennandi tímar eru framundan,“ segir Sandra Sigurðardóttir, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra HK í Kópavogi af Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur. 

02. febrúar 2024

Bjarney hjá UMSB: Margir leggja hugmyndir í púkkið

„Við erum með ótrúlega reynslubolta þegar kemur að mótahaldi á sambandssvæðinu öllu og öfluga  sjálfboðaliða,“ segir Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Unglingalandsmót UMFÍ verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

31. janúar 2024

Stjórnarfólk UMFÍ: Hvað er framundan?

„Í mínum huga er þessi ákvörðun hreyfingarinnar ein sú stærsta sem tekin hefur verið á okkar vettvangi á síðari tímum og getur skapað fjölmörg tækifæri,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

30. janúar 2024

Langar þig að veita viðurkenningu á þingi?

Nú fer að líða að aðalfundum og þingum sambandsaðila UMFÍ. Ýmislegt þarf að hafa í huga. Á þingum gefst sem dæmi langþráð tækifæri til að heiðra sjálfboðaliða hreyfingarinnar fyrir störf sín.

19. janúar 2024

Petra hjá UMFÞ: Pönnukökubakstur kannski á dagskrá

„Undirbúningur gengur mjög vel, við erum komin vel af stað,“ segir Petra Ruth, formaður Þróttar Vogum, um Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið í Vogum í samstarfi við Þrótt og Sveitarfélagið Voga dagana 7.–9. júní 2024.

19. janúar 2024

„Höldum úti eins mörgum æfingum og mögulegt er“

„Þetta eru sérstakar aðstæður enda hef ég ekki fundið neina sem hafa staðið frammi fyrir svipuðum málum og við,“ segir Þorleifur Ólafsson, sem á dögunum var ráðinn í starf framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur (UMFG).

16. janúar 2024

Sá Magnús Þór á puttanum

Magnús Þór Sigmundsson var að húkka sér far með upptökur af laginu Ísland er land þitt á kassettu í vasanum þegar Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, tók hann upp í. Lagið hefur lengi verið einkennislag UMFÍ.

15. janúar 2024

Mótum úthlutað til Fjallabyggðar og Múlaþings

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði árið 2025 og Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2025, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ í síðustu viku. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar sem fundaði um málið í síðustu viku.

08. janúar 2024

Lýsir eftir hinsegin fyrirmyndum í íþróttum

„Íþróttafélög um allt land flagga regnbogafánum, eru með regnbogalímmiða á hurðum og setja stuðningsfærslur á samfélagsmiðla. Svona sýnilegur stuðningur skiptir hinsegin fólk miklu máli,“ segir Sveinn Sampsted um upplifun hinsegin fólks í íþróttum.