Allar fréttir
04. september 2023
Ók í þrjá tíma til að hlaupa með forsetanum
„Mig langar svo að segja fólkinu mínu að ég hafi hlaupið með forsetanum. Það er mjög merkilegt að geta það og hafa gert það,‟ segir Joanna Pietrzyk-Wiszniewska. Hún sá auglýsingu um Forsetahlaup UMFÍ á Facebookog langaði mikið að taka þátt í hlaupinu þegar það fór fram á Patreksfirði á laugardagsmorgun.
02. september 2023
70 hlupu í Forsetahlaupi UMFÍ á Patreksfirði
„Við erum í skýjunum með Forsetahlaupið. Þetta var svo skemmtilegt og gaman hvað margir tóku þátt,‟ segir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF), sem stóð að Forsetahlaupi UMFÍ, sem fram fór á Patreksfirði í gær.
31. ágúst 2023
Styrkir og námskeið Rannís
Við vekjum athygli á tveimur áhugaverðum málum fyrir íþróttafélög, starfsfólk, iðkendur og aðra. Um er að ræða námskeið um ungmennaskipti og styrki fyrir sjálfboðaliða, starfsfólk eða þjálfara íþróttafélaga sem teljast minni og/eða í grasrótarstarfi til að fara í vettvangsheimsókn eða þjálfunarverkefni til annarra íþróttafélaga.
29. ágúst 2023
Fjör í Forsetahlaupi UMFÍ
„Það vita allir vel af Forsetahlaupinu og við höfum hvatt börnin og fólk í hlaupahópum til að koma og taka þátt,“ segir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Forsetahlaup UMFÍ fer fram á Patreksfirði laugardaginn 2. september.
25. ágúst 2023
Skólaárið undirbúið á Reykjum
„Það er mjög góð stemning með nýju fólki í flottum starfsmannahópi, hann er þéttur og tilbúinn að skapa góða upplifun fyrir nemendur í vetur,‟ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði. Hann var í óða önn með nýju starfsfólki að gera klárt fyrir næstu viku þegar fyrsti hópur nemenda mætir í Skólabúðirnar.
24. ágúst 2023
Sambandsþing UMFÍ á Hótel Geysi í október
53. sambandsþing Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) verður haldið á hótel Geysi í Haukadal dagana 20.-22. október næstkomandi. Sambandsþing UMFÍ er haldið annað hvert ár og er það æðsta vald í málefnum hreyfingarinnar.
23. ágúst 2023
Að jörðu skaltu aftur verða!
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 22. - 24. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er að jörðu skaltu aftur verða sem vísar til umhverfis- og loftlagsmála. Skráning er hafin og geta öll ungmenni á tilsettum aldri skráð sig til þátttöku.
22. ágúst 2023
Forsetahlaup
Hvernig væri að hlaupa með forseta Íslands í Forsetahlaupi UMFÍ sem fram fer laugardaginn 2. september á Patreksfirði. Fjölskylduviðburður þar sem áhersla er á gleði, hreyfingu og samveru - eða hinn sanna ungmennafélagsanda!
17. ágúst 2023
Verndum þau - barnaverndarnámskeið
Mikilvægt er fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um vanrækslu og/eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.